27. júlí 2004

Haustnámskeið grunnskólakennara í Vestmannaeyjum

Frá Fræðsluskrifstofu Vestmannaeyja  Umsjónarkennarinn -  bekkjarstjórnun í blönduðum bekk.  11. og 12. ágúst 2004 klukkan 8:30 til 16. Staðsetning Barnaskólinn Umsjón Lilja M. Jónsdóttir.

Frá Fræðsluskrifstofu Vestmannaeyja

 Umsjónarkennarinn -  bekkjarstjórnun í blönduðum bekk.  11. og 12. ágúst 2004 klukkan 8:30 til 16. Staðsetning Barnaskólinn Umsjón Lilja M. Jónsdóttir.

Einstaklingsmiðað stærðfræðinám

19. ágúst 2004 klukkan 8 - 15:30.  Staðsetning: Hamarsskóli Umsjón: Íslensku menntasamtökin.

Dagskrá námskeiðanna ásamt nánari lýsingu er að finna á heimasíðu Vestamannaeyjabæjar.  Þeir kennarar sem ekki hafa skráð sig geta gert það hjá fræðslufulltrúa netfang: erna@vestmannaeyjar.is og  í síma 488-2000

Nánar:

Haustnámskeið grunnskólakennara í Vestmannaeyjum

Umsjónarkennarinn - og bekkjarstjórnun í blönduðum bekk 11. og 12. ágúst  2004.  Kl. 8:30 - 16:00  Staðsetning: Barnaskólinn.  Umsjón: Lilja M. Jónsdóttir.

Markmið: Að dýpka skilning á hlutverki og eðli umsjónarkennarastarfsins.

Viðfangsefni: Á námskeiðinu verður fjallað um verksvið og hlutverk umsjónarkennarans. Kynntar verða m.a. hugmyndir um hvernig skipuleggja má skólastarfið þannig að koma megi til móts við ólíkar þarfir og einstaklingsmun nemenda. Þá verða kynntar hugmyndir um hvernig skapa má góðan bekkjaranda, hvernig begðast má við einelti,hvaða aðferðir kennarinn getur stuðst við í bekkjarstjórnun, um fjölbreyttar kennsluaðferðir og blómlegt foreldrasamstarf

Dagskrá kynnt síðar.

Einstaklingsmiðað stærðfræðinám

19. ágúst 2004 kl. 8 - 15:30 ´.  Staðsetning: Hamarsskóli.  Umsjón: Íslensku menntasamtökin.  Markmið:  Að kynna hugmyndafræði og vinnubrögð Íslensku menntasamtakanna  um innihaldsríka menntun og  einstaklingsmiðað nám.

Dagskrá:

8-8:15

Skráning. Kynning á þáttakendum og leiðbeinendum.

8:15-9:00

Kynning á  Íslensku menntasamtökunum  (IMS) og  einstaklingsmiðuðu námi að hætti GEMS ( Global Education Model of Schooling)

9-10:00

Námsmat og skipulagning. GEMS  námsmat  til að nota við skipulagningu í kennslu

10: - 10:20

Kaffi

10:20 - 11:20

Markmiðssetning. Markmið fyrir  einstaka nemendur, kennara og skólasamfélagið

11:20-11:30

Stutt hlé

11:30-12:30

Áætlanagerð. GEMS einstaklingsmiðuð áætlun í stærðfræði og ensku

12:30 - 13:15

Hádegishlé

13:15-14:30

Stigskipting í stærðfræði og  einstaklingsmiðað nám. Stærðfræði - verkleg, einstaklingsmiðuð  í anda GEMS.

Kynning  á  ráðstefnu  IMS í september  og samstarfi um nýbreytni í  menntun og kennsluháttum.

14:45-15:30

Umræður um efni dagsins. Spurningar og svör.

 
Fræðslu-og menningasvið

Jafnlaunavottun Learncove