13. desember 2004

Haustfundur Grunns

Haldinn í fræðslumiðstöð Reykjavíkur 10. desember 2004. Grunnur, félag forstöðumanna fræðslu- og skólaskrifstofa.  Hér fyrir neðan má lesa helstu punkta um fundinn og umræðurnar sem sp

Haldinn í fræðslumiðstöð Reykjavíkur 10. desember 2004. Grunnur, félag forstöðumanna fræðslu- og skólaskrifstofa.  Hér fyrir neðan má lesa helstu punkta um fundinn og umræðurnar sem spunnust út frá dagskrárliðum.

Eftir að Sigurður Aðalgeirsson formaður Grunns hafði boðið fulltrúa og gesti velkomna hófst dagsskrá. 

Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi sveitarfélaga kynnti samanburðarmódel fyrir grunnskóla sem unnið hefur verið að í nokkurn tíma.  Skjalið er komið á netið og einstök sveitarfélög eru farin að nota það til að meta kostnað við skóla og áhrif breytinga á ákveðnum þáttum í rekstri grunnskóla. Gunnlaugur kynnti hugmynd að samstarfsverkefni Sambands sveitarfélaga við sveitarfélögin sem byggist á því að þau færi inn upplýsingar og sendi inn til sambandsins sem vinna mun samanburð og gefa einstökum sveitarfélögunum ábendingar um stöðu þeirra í samanburði við aðra.  Töluverðar umræður urðu um málið s.s. um útreikninga launakostnaðar, forfallakennslu og fleira.

Nýgerður kjarasamningur grunnskólakennar, félagsleg- og fjárhagsleg áhrif. Gunnar Gíslason gjaldkeri Grunns stýrði umræðum.  Kristinn Kristinsson frá launanefnd tók til máls, taldi að áhrif kjarasamnings myndu leiða til endurskoðunar reksturs skólanna. Samningnum myndi fylgja talsverður kostnaður.  Kristinn rakti stuttlega forsendur samningsaðila og hvernig mál þróuðust. Kristinn lagði áherslu á að formsatriði svo sem vinnutímarammar og vinnuskýrslur séu rétt útfyllt. Kristinn ræddi stuttlega praktísk atriði við framkvæmd breytinga á launaþrepum. Upplýsingum um hvaða atriði ber að leiðrétta nú  verður komið á netið og til launafulltrúa.

Gerður G. Óskarsdóttir bauð hópinn velkominn í fræðslumiðstöðina. Hún telur dapurlegt að enn skuli vera gerðir kjarasamningar einsog gerðir voru við kennara, form samningsins stýri starfi skólanna. Dapurlegt að ekki tókst að halda áfram með það sem náðist fram í síðasta samningi.  Samningurinn er líka slæmur vegna þess að hann er öðruvísi en hjá öðrum stéttum, hefur vond áhrif á stöðu kennara í samfélaginu og virðingu fyrir störfum kennara.  Umræðan er komin mikið út í samfélagið. 

Bókun nr. 5 í nýgerðum kjarasamningi er mjög mikilvæg, og mikilvægt að skólar séu tilbúnir til að taka hana upp, krefst góðs undirbúnings, fyrst að vænta haustið 2006.  Gerður hvatti fundarmenn til að ræða nauðsyn þess að breyta formi kjarasamnings kennara. Kristinn Kristjánsson tók undir orð Gerðar, samningurinn er ekki góður fyrir sveiganleika í skólastarfi og vinnu.  Gunnar Gíslason telur að samningur í samræmi við bókun 5 veiti svigrúm til verulegrar launahækkunar, þá sé kennsluskyldan ekki inni í kostnaðarhækkun.  Samningur á grunni bókunar 5 byggist á því að viðurkennt verði að það að kenna er ekki alltaf eins. 

Gunnar Einarsson úr Garðabæ upplýsti að í nýjum skóla sem þar er að fara af stað mun verða unnið með tilraunasamning.  Gunnar lýsti því að í Garðabæ væru menn tilbúnir að deila reynslu sinni.  Í þessum nýja skóla í Garðabæ er ný gerð samnings forsenda þess að unnt verði að framfylgja þeirri skólastefnu sem þar er í grundvelli. Eiríkur Hermannsson tók undir það sem fram hefur komið, í nýjum skóla í Reykjanesbæ er stefnt að tilraunasamningi. Eiríkur óttast að langan tíma geti tekið að vinda ofan af þeirri sefjun og óánægju sem varð í verkfallinu. Björn Þráinn Mosfb. bætti við að auk þess sem niðurstaðan er sorgleg er samningstíminn langur.  Gunnar benti á í lokin að bókun 5 sem útgönguleið er stórmerkileg og því í okkar valdi að stýra hlutunum í þá átt sem við viljum þó það verði erfitt.

Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Punktar úr ávarpi:  Verkfall kennara og aðgerðir i kjölfar þess.  Ekki borin næg virðing fyrir störfum kennara.  Líta til framtíðar og læra af verkfallinu.  Börnin misstu mikilvægan tíma. Menntamálaráðuneytið í viðræðum við Samband sveitarfélaga vegna aðgerða í kjölfar verkfalls.  Verkfall, Force Major. Á forræði hvers og eins sveitarfélags hvernig verður brugðist við. Samræmdum prófum frestað.  Mrn. mun óska eftir upplýsingum um skipulagið hjá einstökum sveitarfélögum - eftirlisthlutverk. 

Niðurstöður Pisa rannsóknarinnar, jákvætt mat í því fagi sem skiptir máli í greiningunni, 2003 er stærðfræði sem litið er sérstaklega til. Rannsóknin metur ekki skólastarf í heild heldur aðeins þrjú fög, lestur, stærðfræði og náttúruvísindi.  Ber að fagna hversu mikið árangur Íslenskra barna hefur batnað.  Ísland er eina landið sem sýnir mikinn kynjamun, verður að skoðast. Íslenskar stúlkur eru í 8 sæti, eru á heimsmælikvarða, strákar um meðallag, í 20. sæti. Verður að rífa drengina upp og halda áfram að hlú að stúlkunum.  Námsmatsstofnun hefur þegar hafið vinnu við að skoða þennan kynjamun, þarf að greina bakgrunnsbreytur.  Niðurstöður munu koma inn í umræðu um námskrá og þá þætti sem skoðaðir eru.  Árangur í náttúrufræði og lestri er ágætur, hvorki meira né minna.  Vísbendingar um slakara gengi drengja í lestri. Breytingar á skólakerfinu taka langan tíma.  Áhersla á einstaklingsmiðað nám og minni miðstýringu er þungamiðja hjá forystuþjóðunum sem og samræmd próf eins umdeild og þau eru.              Stytting námstíma til stúdentsprófs, mikilvæg stefnumótun, þróun undanfarinna ára bíður uppá aukinn sveigjaleika. Aðlaga þarf námsefni og námskrár, setja þarf mikla fjármuni í endurmenntun kennara, hlutverk ríkisins að gera það. Ísland eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem nám í framhaldsskóla er 4 ár og meðalaldur við stúdentsprófs 20 ár.  Ein mikilvægasta vinnan er endurskoðun námskrár. ÞKG leggur áherslu á að færa tungumálakennslu neðar í skólakerfið, ef kennsla hefst fyrst við 10 ára aldur er verið að missa tækifæri. ÞKG er ánægð með skýrsluna um styttingu náms til stúdentsprófs, telur vel hafa tekist og vel að verki staðið. Ríkisstjórnin tekur undir að mikilvægt sé að stytta framhaldsskólann á þeim forsendum sem fram koma í skýrslunni. Mikilvægt að saman sé unnið áfram með skýrsluna. Þakkað fyrir að fá að koma og mun þetta vera í fyrsta sinn sem menntamálaráðherra heiðrar fund hjá Grunni með nærveru sinni.

Innlegg frá skóladeild menntamálaráðuneytisins, skýrsla Mrn  um breytta skipan náms til stúdendtsprófs, Oddny Harðardóttir. Oddný rakti vinnuferlið og aðdragandann að gerð skýrslunnar og helstu breytinga sem felast í þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni. Oddný kynnti verklag vegna áframhaldandi vinnu og hugmyndir um nánari útfærslu.

 Karl Kristjánsson deildarstjóri skóla og símenntunardeild kynnti stuttlega skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á ráðuneytinu. Aðrir frá ráðuneytinu voru Guðni Olgeirsson og Þorbjörg Helga, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Sigurður Mýrdal deildarstjóri námskrárdeildar og Oddný Hafberg verkefnisstjóri vegna vinnu í framhaldi af skýrslu Mrn. um styttingu náms til stúdentsprófs. 

Helga Gunnarsdóttir spurði um áherslu á ný viðfangsefni í leikskólanum og endurmenntun þeirra sem þar starfa og að ekki er fjallað um að ekki eru öll börn á Íslandi í leikskóla.  Enginn kostnaður reiknaður á endurmenntun leikskólakennara eða vegna þess að koma inn öllum börnum í leikskóla.  Karl Kristjánsson svaraði, sagði að á endurmenntun leikskóla kennara yrði tekið þegar þar að kemur.  Það mörg börn séu í leikskóla að ekki sé ástæða til að taka tillit til þeirra innan við 10% sem ekki eru á leikskóla.  Birna Sigurjónsdóttir, spurði um Námsgagnastofnun hvort þangað kæmu auknir fjármunir vegna verkefnisins og hver muni sjá um endurmenntun grunnskólakennara. Karl Kristjánsson svaraði að kostnaðaráætlun vegna námsgagnagerðar lægi fyrir, Námsgagnastofnun fær þá fjármuni sem til þarf. Ekki hefur verið ákveðið hver stýrir endurmenntun grunnskólakennara.  Björn Þráinn lýsti yfir áhuga á verkefninu og tíundaði mikilvægi þess.  Björn gagnrýndi vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins annars vegar vegna faglegrar hliðar, spyr um rannsóknir á námskrám og mati á því hvernig markmið námskráa hafi gengið eftir. Námskrár og reynsla af þeim eru settar til grundvallar nýrrar aðalnámskrár.  Einnig snertir málið stjórnsýslulega hlið málsins, samvinna er i gangi en ekki við rétta aðila stjórnsýslulega, Samband sveitarfélaga hefur ekki stjórnsýslulega stöðu gagnvart einstökum sveitarfélögum, ráðuneytið verður að vinna með þeim.  Björn vísaði í kostnað við endurmenntun við að hrinda í verk nýrri aðalnámskrá frá 1999, telur áætlaðan kostnað ráðuneytis of lágan og er viss um að kostnaður muni falla á sveitarfélögin. Karl Kristjánsson tók undir að e.t.v. hefði þurft að dreifa betur upplýsingum sem til eru í ráðuneytinu um reynslu af námskrám. Telur að unnið hafi verið með sveitarfélögunum, fulltrúi þeirra hafi verið í hópnum.  Tekur undir að e.t.v. geti fallið kostnaður á sveitarfélögin. Kristinn Kristjánsson frá Sambandi sveitarfélaga tók undir að ekki eru allir sammála um að kostnaður muni ekki aukast þó ekki fjölgi kennslustundum, KÍ vill framhaldsskólakennaralaun fyrir að kenna námsefni sem nú er í framhaldsskóla. Vilja þá leikskólakennarar ekki líka grunnskólakennaralaun?  Karl Kristjánsson lagði áherslu á að verið væri að draga úr skörun. 

Eiríkur Hermannsson lýsti stuðningi við skýrsluna og þær hugmyndir sem þar koma fram.  Telur mikilvægt að huga að endurmenntunarþættinum.  Tekur undir það sem fram hefur komið að við síðustu breytingar á námskrá hafi fjármagn til endurmenntunar ekki reynst nægilegt. Eiríkur ræddi reynslu frá samstarfi milli skólastiga í Reykjanesbæ, hafa þurft að kosta til  vegna eflingar elstu stiga leikskólans.  Guðni Olgeirsson ræddi um upplýsingar sem fyrir liggja hjá mats- og eftirlitsdeild sem er tilbúin að kynna upplýsingar fyrir félagsmönnum Grunns.

Gunnar Einarsson tók undir orð Eiríks, trúir ekki að ekki falli kostnaður á sveitarfélögin.  Tekur undir að auka megi námsálag í leik- og grunnskóla, f.o.f. leikskóla. Varar við að fagna niðurstöðu Pisa - erum um miðjan völl, eigum að setja stefnuna á að vera í verðlaunasæti. 

Oddný Harðardóttir benti á að við erum um miðbikið, eigum að stefna hærra. Þorbjörg Helga þakkaði fyri fundinn, ítrekaði að Júlíus Björnsson frá námsmatsstofnun er tilbúinn að kynna niðurstöður hópsins vegna Pisa rannsóknar.

Guðni Olgeirsson bar skilaboð frá matsdeildinni vegna úttektar á sjálfsmatsaðferðum, hvernig sjá sveitarfélögin fyrir sér aðkomu að þeirri vinnu? 

 

Eiríkur vakti athygli á ráðstefnu sem verður í lok febrúar um drengjamenningu og fyrirmyndir drengja í grunnskóla. Kynjamunur á gengi í grunnskóla er mikið rannsóknarverkefni. Tómas sérkennslufulltrúi í Kópavogi spurið um það að íslenskir nemendur eru allt þýðið, hvort það skekki niðurstöður. Þorbjörg Helga fullvissaði að aðferðafræðilega er könnunin tryggð. Guðni Olgeirsson vakti á að hvergi í þessum löndum nema á Íslandi og Finnlandi er eins mikið jafnrétti til náms a.m.k. í þeim fögum sem Pisa rannsóknin nær til.

 

Sigurður Aðalgeirsson, sleit fundi og þakkaði fulltrúum Menntamálaráðuneytis fyrir sitt innlegg og fundarmönnum fyrir góðar umræður.

Unnið upp úr minnispunktum ritara fundarins Erlu Sigurðardóttur.

 

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestm.

           


Jafnlaunavottun Learncove