Hátíðarhöldin 17. júní.
Aðgangur ókeypis á öll söfnin og dagskráliðina.
Nú er búið að fastsetja lýðveldishátíðardagskrána á föstudaginn og verður hún borin í hús eins og síðastliðin ár. Vekjum athygli á myndlistarsýningu Jakobs í Gamla Áhaldarhúsinu sem opnar kl 16:00 og klassískum tónleikum í sal Listaskólans kl. 17:00 og tónleikum á Stakkó um kvöldið, Thorshamar og fl. Aðgangur er ókeypis á alla dagskrátliði.
Dagskráin er eftirfarandi.
Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni í bænum.
Kl. 10:30 Hraunbúðir
Fjallkonan flytur hátíðarljóð
Kl. 15.00 Lúðrasveitin leikur fyrir vistmenn og gesti
Kl. 11:00 Opnun á ljósmyndasýningu Jóhanns Stígs Þorsteinssonar "Sumar" í
andyrri Safnahússins
Kl. 13:20 Safnast saman við Íþróttamiðstöðina fyrir Skrúðgöngu.
Kl. 13:30 Skrúðganga.
Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, austur Hásteinsveg, niður Skólaveg, austur Vestmannabraut og upp á Stakkó. Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmanneyja, börn frá ÍBV, Ungmennafélaginu Óðni og fimleikafélaginu Rán og félagar úr Götuleikhúsi Vinnuskólans.
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni.
- Formaður menningar- og tómstundaráðs Elliði Vignisson setur hátíðina.
- Guðrún Erlingsdóttir forseti bæjarstjórnar flytur hátíðarræðu.
- Fjallkonan Valgerður Friðriksdóttir flytur hátíðarljóð.
- Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.
- Börn af leikskólum bæjarins syngja undir stjórn Eyvindar Inga Steinarssonar.
- Ávarp nýstúdents Zindra Freys Ragnarssonar.
- Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.
- Ráðhúshlaup fyrir 12 ára og yngri í umsjón ungmennafélagsins Óðins.
- Dagskrá Leikfélags Vestmannaeyja: Leikir, glens og gaman á Stakkó.
- Verðlaunaafhending úr Ráðhúshlaupi.
Kl.16:00 Jakob Erlingsson opnar myndlistarsýningu í Gamla Áhaldahúsinu
17:00 Tónleikar í Tónlistarskólanum , Tríó Rúnars Óskarssonar, klarínett Þórunnar Óskar Marinósdóttur, lágfiðla og Árna Heimis Ingólfssonar, píanó Þau leika létta sígilda tónlist eftir Mozart, Schumann og fl. Aðgangur ókeypis.
21.00 Unglingatónleikar á Stakkó
Rachel, Högni og Natalía og Thorshamrar og fl.
Þjóðhátíðargestir athugið!
- Kvenfélagið Líkn er með veitingasölu í Akóges
- Ungmennfélagið Óðinn og Fimleikafélagið Rán eru með sölubása.
- ________________________________________________________________________
- Verði veður ekki hagstætt flyst auglýst dagskrá inn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar og yrði það sérstaklega auglýst í hádegisútvarpinu þann 17. júní.
________________________________________________________________________
Götuleikhúsið verður í skrúðgöngunni og á hátíðarsvæðinu.
________________________________________________________________________
Við viljum bjóða bæjarbúa, unga sem aldna, velkomna og hvetjum þá til að hjálpa okkur að gera hátíðarhöldin sem veglegust með því að mæta á auglýsta dagskrárliði.
Menningar og tómstundaráð, Vestmannaeyjabæjar
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.