Hásteinsvöllur – Endurnýjun aðalvallar, yfirborð og lagnir
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í verkið Hásteinsvöllur – Endurnýjun aðalvallar, yfirborð og lagnir
Útboðsverkið felst í jarðvinnu við frágang á yfirborði og lagnir í jörð vegna gervigrasvallar og svæða undir komandi vallarlýsingarmöstur.
Helstu magntölur eru:
- Uppgröftur og brottakstur 2.800 m3.
- Fylling undir vallarsvæði 1.500 m3.
- Þjöppun núverandi fyllingar 9.700 m3.
- Jarðvinna vegna lagna 806 m.
- Fráveitulagnir 76 m.
- Vatnslagnir 810 m.
- Raflagnir 1.415 m.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/ frá og með föstudeginum 22. nóvember 2024 kl. 14:00.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en föstudaginn 6. desember kl. 14:00