14. ágúst 2025

Hafnarvörður

Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf hafnarvarðar laust til umsóknar

Um er að ræða fullt starf sem er unnið á vöktum og á bakvöktum. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Hafnarvarsla
  • Vigtun sjávarafla
  • Hafnarvernd
  • Almenn viðhaldsverkefni hafnarinnar

Menntun og reynsla:

  • Bílpróf
  • Reynsla af hafnarstarfsemi er æskileg
  • Vigtunar- og hafnargæsluréttindi er kostur
  • Lyftarapróf er kostur

Aðrar hæfniskröfur:

  • Samskiptahæfni, lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Almenn verk þekking
  • Enskukunnátta er kostur

____________________________________________________________________________

Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 891-8011 eða netfangið dora@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skírteini til staðfestingar á prófum og réttindum skal fylgja umsókn. Vestmannaeyjahöfn hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á netfangið dora@vestmannaeyjar.is. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Jafnlaunavottun Learncove