15. febrúar 2021

Hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar

Vestmannaeyjabær auglýsir starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar laust til umsóknar.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hafnarstjóri stýrir starfsemi Vestmannaeyjahafnar, stefnumótun og skipulagi í samvinnu við bæjaryfirvöld, framkvæmda- og hafnarráð (hafnarstjórn), bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Helstu verkefni:

 • Yfirumsjón með starfsemi hafnarinnar, svo sem ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagningu og nýtingu mannauðs.Stefnumótun og markmiðssetningu í hafnarmálum Vestmannaeyja
 • Gerð áætluna, m.a. áætlanir um fjármál, gæðamál, hafnarvernd og aðrar verndaráætlanir, öryggismál, umhverfis og gerð viðbragðsáætlana.
 • Gerð reikninga og samskipti við viðskiptavini
 • Gerð áætlana um viðhald og framkvæmdir á vegum hafnarinnar
 • Gerð ferla og endurskoðun verklags í starfsemi hafnarinnar.
 • Þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarf og greiningar upplýsinga er varða hafnarstarfsemi og markaðstækifæri hafna.
 • Ábyrgð á samskiptum við opinbera aðila og aðra m.a. vegna fjármögnunar verkefna, rannsókna og þróunar.
 • Ábyrgð á þjónustu fyrir hafnarstjórn og eftirfylgni ákvarðana hennar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á háskólastigi, sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði, tæknifræði eða viðskiptafræði.
 • Reynsla af stjórnunarstörfum, gerð fjárhagsáætlana og annarra áætlana.
 • Reynsla af rekstri fyrirtækis, stofnunar eða deilda er kostur.
 • Reynsla og þekking á umhverfi sjávarútvegs æskileg
 • Samskiptahæfni, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund. Hafnarstjóri á í miklum samskiptum við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
 • Krafa um góða alhliða tölvukunnáttu, s.s. Excel og Word.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, færni í að setja fram mál í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Aðrir þættir sem nýst gætu í starfi hafnarstjóra

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs í síma 488-2000 eða á netfangið: olisnorra@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama um að sækja um starfið óháð kyni.

Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal með tölvupósti á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og merkja „Hafnarstjóri Vestmannaeyjabæjar“. Einnig er hægt að skila umsóknum til bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum, en þá þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 16. febrúar nk.

Leitað verður ráðgjafar Hagvangs ráðningarskrifstofu við mat á umsækjendum um starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar nk.