Hafnarbæklingur
Nú er í vinnslu kynningarbæklingur um Vestmannaeyjahöf. Stefnt er að því að bæklingurinn verði tilbúinn bæði á prenti og á netsíðu Vestmannaeyjabæjar þegar líður á september mánuð. Bæ
Nú er í vinnslu kynningarbæklingur um Vestmannaeyjahöf. Stefnt er að því að bæklingurinn verði tilbúinn bæði á prenti og á netsíðu Vestmannaeyjabæjar þegar líður á september mánuð. Bæklingurinn mun innilhalda allar helstu upplýsingar varðandi starfsemi og þjónustu Hafnarinnar. Til þess að allt komi fram er máli skiptir er mjög brýnt að þeir sem málið varðar hafi samband og tjái sig um hvaða upplýsingar þeir vilji að komi fram í bæklingnum. Fyrirtæki og stofnanir Vestmannaeyjabæjar eru hér með hvött til að hafa samband við undirrritaða sem allra fyrst og eigi síðar en 4. september nk., varðandi upplýsingar í bæklinginn.
Menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar