15. apríl 2005

Grunnskólinn kom sveltur frá ríki til sveitarfélaga.

Ég leyfi mér að halda því fram að grunnskólinn hafi komið svolítið sveltur frá ríkinu til sveitarfélaganna. Niðurskurður hafði átt sér stað á árunum á undan og laun kennara voru í lægð.? Þetta segir Dr. Gerður G

Ég leyfi mér að halda því fram að grunnskólinn hafi komið svolítið sveltur frá ríkinu til sveitarfélaganna. Niðurskurður hafði átt sér stað á árunum á undan og laun kennara voru í lægð.? Þetta segir Dr. Gerður G. Óskarsdóttir sem nýlega tók við starfi sviðsstjóra mennasviðs Reykjavíkurborgar í viðtali við Sveitarstjórnarmál en þriðja tölublað ársins er komið út.

Í tímaritinu segir Gerður G. Óskarsdóttir ennfremur: "Borgin byrjaði strax af miklum metnaði að byggja skólana enn frekar upp og bæta vinnuaðstæður þeirra og tók mjög alvarlega hlutverk sitt sem höfuðborg sem ber að vera í forystu. Farið var að móta skólastefnu borgarinnar í málefnum grunnskólans strax á fyrstu árunum og byggir hún á fundum og umræðum með fjölda aðila, bæði úr hópi skólafólks og foreldra auk stjórnmálamanna. Öll skref sem stigin voru á fyrstu árunum beindust að því að undirbúa breytingar á kennsluháttum.?

Í leiðara blaðsins fjallar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, um nýafstaðna ráðstefnu um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga. Vilhjálmur fjallar um niðurstöður könnunar sem sambandið gerði á síðasta ári um hvaða nýmæli sveitarfélög hafa tileinkað sér á sviði stjórnsýslu, stjórnunar og reksturs og í upplýsingatækni og starfsmannamálum, en þær voru kynntar á ráðstefnunni.

Kastljósinu er beint að sameiningarmálum sveitarfélaga og ýtarleg kynning er á tillögum sameiningarnefndarinnar. Þá er rætt við Torfa Áskelsson sveitarstjórnarmann í Sveitarfélaginu Árborg en hann er mikill áhugamaður um uppbyggingu á Árborgarsvæðinu og nýtingu suðurstrandarinnar til eflingar ferðaþjónustu.
 
Af vef Sambandsins
 
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.

Jafnlaunavottun Learncove