Textílkennari
Grunnskóli Vestmannaeyja - Barnaskóli auglýsir starf textílkennara laust til umsóknar
GRV - Barnaskóli auglýsir eftir kennara í textílmennt í 70% - 80% starfshlutfall. Starfið felur í sér kennslu í textílmennt á miðstigi og unglingastigi ásamt því að vera með valáfanga á unglingastigi. Í GRV - Barnaskóla eru um 350 nemendur í þremur bekkjardeildum frá 5. bekk til 10. bekkjar
Menntunar- og hæfinskröfur:
- Leyfirbréf sem grunnskólakennari
- Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
- Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Viðkomandi þarf að vera tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi.
____________________________________________________________________________
Umsóknarfrestur er til og með 8. september nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Gunnarsson skólastjóri GRV - Barnaskóla í síma 488-2300 eða á netfanginu, einargunn@grv.is. Umsóknir skulu berast með tölvupósti merkt viðkomandi starfi.
Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn ásamt sakavottorði.
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.