21. maí 2024

Grunnskóli Vestmannaeyja – GRV

Við Grunnskóla Vestmannaeyja eru lausar eftirfarandi stöður skólaárið 2024-2025:

Gleði –öRyggi -Vinátta

Barnaskóli

Umsjónarkennari á miðstigi 80%-100% starfshlutfall, til afleysingar skólaárið 2024-2025.

Helstu verkefni umsjónarkennara:

 • Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.
 • Hefur umsjón og ber ábyrgð á sínum umsjónarbekk.
 • Leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
 • Skipuleggur kennslu sína í samræmi við markmið Aðalnámskrár og stefnu skólans og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni.
 • Beitir fjölbreyttum kennsluaðferðum til að tryggja árangur nemenda
 • Færir einkunnir, umsagnir og mætingu inn í Mentor eftir því sem við á.
 • Tekur þátt í samstarfi við aðra kennara.
 • Situr starfsmannafundi, kennarafundi, deildarfundi, fagfundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að faggreinakennari taki þátt í.
 • Leysir úr vandamálum sem upp kunna að koma hjá nemendum.

Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf til kennslu, vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf og með áhuga á teymiskennslu og á þróunarverkefni skólans, Kveikjum neistann. Hafa velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Skólinn vinnur eftir uppeldi til ábyrgðar.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

____________________________________________________________________________

Sérkennari á mið- og unglingastigi, með áherslu á nýbúakennslu. 60-80% starfshlutfall.

Helstu verkefni sérkennara:

 • Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og faggreinakennara ákveðinna árganga.
 • Kennir nemendum sem þurfa sérkennslu í bekk eða utan hans.
 • Kennir nemendum með annað tungumál og skipuleggur kennslu þeirra eftir þörfum.
 • Heldur utan um gerð einstaklingsnámskráa hjá sérkennslunemendum í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara.
 • Skipuleggur og aðstoðar við kennslu nemenda sem vikið hafa verulega frá í skimunum og prófum.
 • Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
 • Hefur samstarf við foreldra í samráði við umsjónarkennara.
 • Hefur umsjón með námsgögnum til sérkennslu og sérkennslustofu.
 • Situr starfsmannafundi, kennarafundi, stigsfundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.

Viðkomandi þarf að hafa velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Hafa leyfisbréf til kennslu, vera metnaðarfullur, ábyrgur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf og með áhuga á sérkennslu og málefnum nemenda með annað tungumál en íslensku. Áhugi á þróunarverkefni skólans, Kveikjum neistann. Menntun í sérkennslufræðum og ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kostur. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

____________________________________________________________________________

 

 

 

 

Hamarsskóli

 

 • Íþróttakennari, 70 – 90% starfshlutfall til afleysinga skólaárið 2024-2025
 • Íþróttakennari með áherslu á sundkennslu, 50-60% starfshlutfall.

 

Hæfnikröfur:

Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf sem grunnskólakennari, vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Helstu verkefni:

 • Sinnir íþrótta- og sundkennslu á öllum stigum.
 • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
 • Skipuleggur kennslu sína í samræmi við markmið Aðalnámskrár og stefnu skólans og með hljiðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni. 
 • Beitir fjölbreyttum kennsluaðferðum til að tryggja árangur nemenda.
 • Er í góðu sambandi við umsjónarkennara nemenda. 
 • Íþróttakennari hefur samband við foreldra, í samráði við umsjónarkennara. 

 

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið. Launakjör eru greidd samkvæmt kjarasamningi KÍ og SÍS. Starfsmenn þarf að geta hafið störf 15. ágúst n.k

____________________________________________________________________________

Skólaliði í Hamarsskóla til afleysingar skólaárið 2024-2025.

Starfshlutfall er 70%-90%, vinnutími er frá: 07:45.

Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.

Helstu verkefni skólaliða:

 • Skólaliði aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans
 • Hefur umsjón með nemendum í frímínútum úti og inni, og á göngum, aðstoðar nemendur í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum, reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar.
 • Sinnir gangavörslu á morgnana fram að kennslu.
 • Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu.
 • Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum.
 • Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri samkvæmt vinnuskipulagi skólans.

 

 

Áhugi og reynsla á að vinna með börnum og reynsla við ræstingarstörf er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags. Starfsmaður þarf að geta hafið störf 14. ágúst n.k.

____________________________________________________________________________

 

Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.

Umsókn sendist merkt viðkomandi starfi sem sótt er um. Umsóknir skulu almennt berast með með tölvupósti á skólastjóra annaros@grv.is. Upplýsingar um störfin má fá hjá Önnu Rós Hallgrímsdóttur skólastjóra og Einari Gunnarssyni tilvonandi skólastjóra Barnaskóla einargunn@grv.is

 

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri í síma 488-2202, annaros@grv.is.  


Jafnlaunavottun Learncove