21. apríl 2004

Græðlingar af hreggstaðavíði

GræðlingarÍ tilefni af sumarkomunni mun garðyrkjudeild bæjarins afhenda þeim sem óska græðlinga af hreggstaðavíði næstu daga milli klukkan 16 og 17 í porti Áhaldahússins.Hreggstaðavíðir er blendingur af brekk

Græðlingar
Í tilefni af sumarkomunni mun garðyrkjudeild bæjarins afhenda þeim sem óska græðlinga af hreggstaðavíði næstu daga milli klukkan 16 og 17 í porti Áhaldahússins.
Hreggstaðavíðir er blendingur af brekkuvíði og viðju upprunninn í Mosfellsdal. Hann hefur vaxið mjög vel við sjávarsíðuna undanfarin ár og þykir bera af foreldrum sínum og vera afbragðs góður í limgerði. Á Stakkagerðistúni hafa starfsmenn garðyrkjudeildar unnið við klippingar að undanförnu og græðlingaefnið hrannast upp. Með afhendingu græðlinganna fylgir sýnikennsla og fróðleikur um fjölgun trjáa.

Garðyrkjustjóri.


Jafnlaunavottun Learncove