Goslokahátíðin hafin. Myndlist í Gamla Áhaldahúsinu.
Sýning á verkum yfir 40 myndlistarmanna frá Vestmannaeyjum í eigu Listasafns Vestmannaeyja. Allir eiga þessir listamenn það sameiginlegt að vera fæddir og uppaldir hérna í Eyjum, eða hafa búið hér til lengri eða skemmri tíma.
Kl. 20.00 föstudag 1. júlí var opnuð sýning á verkunum vestmanneyiskra myndlistamanna í Gamla Áhaldarhúsinu. Kristín Jóhannsdóttir menningarfulltrúi opnaði sýninguna og þakkaði sýningarstjóra Guðjóni Ólafssyni bæjarlistarmanni 2005 fyrir að velja saman myndir á sýninguna og starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar sem unnu að uppsetningunni. Það kom fram í tölu Kristínar að flestar væru þessar myndir í geymslu í Listasafninu og reynt hefði verið að velja myndir sem almennt væru ekki fyrir augum bæjarbúa í hinum ýmsu stofunum Vestmannaeyjabæjar. Sumar myndirnar eru fengnar að láni frá einkaaðilum. Þarna má sjá verk eftir eldri og yngri listamenn Vestmannaeyja. Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að kíkja við í Gamla Áhaldahúsið og berja sýninguna augum en hún verður opin yfir goslokahelgina á morgun, laugardag og sunnudag frá 14.00 - 18.00.
Hér fyrir neðan listi með nöfnum þeirra sem eiga myndir á sýningunni.
- Alda Björnsdóttir 1928-
- Ágúst F. Petersen 1909 -1990
- Áki Gränz 1925-
- Árni Finnbogason frá Norðurgarði 1893-1992
- Ástþór Jóhannsson 1955
- Bennó Georg Ægisson 1945
- Bjarni Guðjónsson 1906-1986
- Bjarni Ólafur Magnússon 1963-
- Engilbert Gíslason 1877 - 1971
- Freyja Önundardóttir 1961
- Gísli Þorsteinsson frá Laufási 1906 -1987
- Grímur Marinó Steindórsson 1933-
- Guðgeir Matthíasson 1940-
- Guðjón Ólafsson frá Gíslholti 1935-
- Guðni A. Hermansen 1928-1989
- Hildar Pálsson frá Vestra- Þorlaugargerði 1946-
- Jakob Smári Erlingsson 1971-
- Jarþrúður Pétursdóttir Johnsen 1890-1969
- Jóhann Jónsson ( Listó) 1948-
- Jóhanna Erlendsdóttir, Ásbyrgi 1888-1970
- Jóhanna Bogadóttir 1947-
- Júlíana Sveinsdóttir 1889-1966
- Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum 1894-1981
- Magnús Kristleifsson 1957-
- Ólafur Á. Kristjánsson 1909-1989
- Óskar Waagfjörð Jónsson 1929-
- Páll Viðar Kristinsson 1964-
- Páll Steingrímsson 1930-
- Ragnar Engilberts, heiðurslistamaður Vestmannaeyja. 1924-
- Sigmund Jóhannsson 1931-
- Sigurdís Arnarsdóttir 1964-
- Sigurður Kr. Árnason 1925-
- Sigurður Jónsson frá Húsavík 1930-
- Sigurfinnur Sigurfinnsson 1944-
- Skúli Ólafsson 1952-
- Steinunn Einarsdóttir 1940-
- Sveinn Björnsson 1924-1997
- Sverrir Haraldsson 1930-1985
- Trausti Eyjólfsson 1927-
- Viðar Breiðfjörð 1962-
- Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Burstarfelli 1963-
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og mennngarsviðs Vestmannaeyja.