30. júní 2005

GOSLOKAHÁTÍÐ 2005

Dagskráin er í heild sinni hér fyrir neðan.Goslokahátíðin 2005 verður nú haldin með hefðbundnu sniði. Sú venja hefur skapast að halda veglega upp á þessi tímamót á 5 ára fresti, næsta st

Dagskráin er í heild sinni hér fyrir neðan.

Goslokahátíðin 2005 verður nú haldin með hefðbundnu sniði. Sú venja hefur skapast að halda veglega upp á þessi tímamót á 5 ára fresti, næsta stórafmæli verður því 2008 á 35 ára afmælinu. Venjubundið þar á milli og miðast við afmælisdaginn 3. júlí eða þá helgi sem næst honum stendur.

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 1. júlí.

  • Kl. 17.00 Volcano Open golfmótið.
  • Kl. 18.00 Fuglaskoðunarpallur - útsýnispallur í Stórhöfða opnaður formlega.
  • Kl. 20.00 Opnun sýningar á verkum vestmanneyiskra myndlistarmanna í Gamla Áhaldahúsinu. Sýningarstjóri Guðjón Ólafsson bæjarlistamaður 2005.
  • Kl. 20.30 Suðurhafssigling umhverfis Surtsey / Sólarlagið við Súlnasker ( ef veður leyfir) Fararstjórn og skemmtanastjórar Sigurmundur Einarson og Árni Johnsen.

L augardagur 2. júlí.

  • Kl. 09.00 Volcano Open golfmótið.
  • Kl. 11.00 Pompei norðursins. Lúðvík Bergvinsson, forseti bæjarstjórnar ávarpar gesti og rekur sögu verkefnisins. Bæjarbúar hvattir til að hafa með sér skóflur og taka þátt í uppgreftri.
  • Kl. 13.30 Gengið á Heimaklett Leiðsögn Friðbjörn Valtýsson.
  • Menn hittast út á Eiði við rústir gamla björgunarskýlisins.
  • Kl. 15.00 Götuleikhúsið "Vertu til" og Leikfélag Vestmannaeyja verða á svæðinu.

Sparisjóðsdagurinn á Baldurshagatúni og Bárustíg.

Kl. 14.00 - 16.00

  • Krakkahlaup - Þrír aldurshópar, stúlkna og drengja - 8 ára og yngri, 9-10 ára og 11-12 ára. Golfþrautir - Grillveisla
  • Króna og Króni - Tónlistaratriði - Obbi og félagar
  • Leiktæki

Kl. 16.00 ÍBV- Fylkir Hásteinsvöllur

Kl. 21.00 Metukró í Vonarhúsi. Sigurgeir Jónsson Gvendarhúsi mætir kl. 23.00 og flytur mannlífslýsingar.

Kl. 22. 00 Fjör í Skvísusundi fram eftir nóttu. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja verða á svæðinu. *Eymannafélagið *Lalli og félagar *Árni Johnsen *Harmonikkufélagið Og auðvitað syngur hver með sínu nefi og þeir sem spila á gítar taka hann með í Skvísusundið.

Sunnudagur 3. júlí

Kl. 11.00 Göngumessa hefst í Landakirkju. Þaðan verður gengið að gíg Eldfells þar sem athöfnin heldur áfram. Rúta verður fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga. Að messu lokinni verður haldið niður á Skans þar sem verða flutt blessunarorð og bæn. Um kl. 13.00 að aflokinni athöfninni á Skansinum verður boðið upp á súpu.

Kl. 13.30 Skotum hleypt af fallbyssunni á Skansinum Arnar Sigurmundsson, formaður bæjarráðs rifjar upp sögu Skansins og atburði tengdum honum.

Götuleikhúsið "Vertu til" og Leikfélag Vestmannaeyja verða á svæðinu.

Kl. 14.00 Sigling á haf út með flöskuskeyti barna. Útbúin 40 flöskuskeyti af starfsmönnum Náttúrugripasafns, undirskrifuð af börnum.

Samsýning á verkum listamanna frá Vestmannaeyjum í Gamla Áhaldahúsinu og ljósmyndasýningin "Sumar" - Jói Stígur í anddyri Safnahúss - eru opnar um goslokahelgina og hin söfnin.

Aðgangur ókeypis.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsviðs.


Jafnlaunavottun Learncove