2. júlí 2004

GOSLOKAHÁTÍÐ 2004

Ganga á Heimaklett - Sparisjóðsdagurinn - 40 ára afmælishátíð Fiska- og náttúrugripasafnsins, sunnudag.  Dagskráin birtist hér fyrir neðan í heild sinni.  
Ganga á Heimaklett - Sparisjóðsdagurinn - 40 ára afmælishátíð Fiska- og náttúrugripasafnsins, sunnudag.  Dagskráin birtist hér fyrir neðan í heild sinni.
 
Sýning á verkum heiðurslistamannsins Ragnars Engilbertssonar verður opnuð á föstudeginum kl. 21:00 í Vélasalnum og einnig er opnun á verkum fjögurra kvenna í Gallerý Prýði.

Goslokahátíðin 2004 verður nú haldin með hefðbundnu sniði, en eins og menn muna hélt bæjarfélagið veglega upp á 30 ára afmælið síðast liðið sumar.  Sú venja hefur skapast að halda veglega upp á þessi tímamót á 5 ára fresti, næsta stórafmæli verður því 2008 á 35 ára afmælinu.  Hefðbundið þar á milli og miðast við afmælisdaginn 3. júlí eða þá helgi sem næst honum stendur.  Þessi hefðbundna helgi er óvenju stór í sniðum þetta árið og spilar þar inn opnun listsýninga á föstudeginum, golfmót Volcano Open, bikarleikur, goslokahátíðin 2004 og sparisjóðsdagurinn á laugardeginum og göngumessan, fallbyssuskot frá virkinu á Skansinum og 40 ára afmælishátíð Náttúrugripasafnsins á sunnudeginum, sem endar með siglingu á haf út með flöskuskeyti barnanna. 

Föstudagur 2. júlí.

  • Götuleikhúsið Ottó verður á ferðinni í bænum eftir hádegi.
  • Kl. 18.00  Volcano Open golfmótið hefst.
  • Kl. 17.30  Tyrkjaránið 1627  -  Sýning í Dalabúi
  • Kl. 19.15  ÍBV - Stjarnan  Visa-bikarkeppnin á Hásteinsvelli.
  • Kl. 20.00  Opnun sýningar fjögurra listakvenna í Gallerý Prýði.

Guðfinna Hjálmarsdóttir og Ásdís Þórarinsdóttir sýna málverk, Ingibjörg Klemenzdóttir og Helga Unnarsdóttir sýna keramik.

  • Kl. 21.00  Opnun yfirlitssýningar á verkum Ragnars Engilbertssonar, heiðurslistamanns Vestmannaeyja, í Vélasalnum í Listaskólanum.

Laugardagur 3. júlí.

  • Kl. 07.00  Goslokamót Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja hefst.  Farið út kl. 07.00, færi dregin úr sjó kl. 14.00.   Áætlað er að bátarnir komi að í Friðarhöfn um kl. 14.30. 

Lokahóf, léttur kvöldverður og verðlaunaafhending á Prófastinum kl. 20.00. 

Keppendur, skipstjórar og vigtarfólk mæti til mótssetningar á Prófastinum á föstudagskvöld kl. 20.30.

Kl. 13:30  Ganga á Heimaklett í leiðsögn Friðbjarnar Ó. Valtýssonar

Þátttakendur mæti velútbúnir við rústirnar á björgunarskýlinu á Eiðinu

Kl. 14.00-16.00  Sparisjóðsdagurinn á Baldurshagatúni og Bárustíg.

*Krakkahlaup - Þrír aldurshópar, stúlkna og drengja - 8 ára og yngri, 9-10 ára og 11-12 ára.

  • *Götuleikhús                      *Golfþrautir
  • *Karíus og Baktus              *Tónlistaratriði
  • *Leiktæki                            *Grillveisla
  • *Króna og Króni og Brúsi bjargfasti mæta á svæðið

*Slökkvilið Vestmannaeyja verður með sýningu á slökkvibílum og öðrum búnaði á svæðinu.

Kl. 17.00  Unglingatónleikar á Stakkó. 

Thorshamrar , Armæða og  Hugarástand.

  • Kl. 17.30  Tyrkjaránið 1627  -  Sýning í Dalabúi
  • Kl. 20.00  Tyrkjaránið 1627  -  Sýning í Dalabúi.
  • Kl. 21.30  Fjör í Skvísusundi fram eftir nóttu.

*Eymannafélagið    *Lalli og co.    *Árni Johnsen og félagar    *Harmonikkufélagið.  Og auðvitað syngur hver með sínu nefi og þeir sem spila á gítar taka hann með

Sunnudagur 4. júlí.  Afmælishátíð Fiska- og náttúrugripasafnsins.

  • Kl. 11.00  Göngumessa sem hefst í Landakirkju.  Þaðan verður gengið í gíg Eldfells þar sem athöfnin heldur áfram.  Rúta verður fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga.  Að messu lokinni verður haldið niður á Skans þar sem verða flutt blessunarorð og bæn.
  • Um kl. 12:30 - 13.00, að aflokinni athöfninni á Skansinum: 
  • Skotið af fallbyssunni frá virkinu á Skansinum 
  • Kl. Tónleikar í Stafkirkjunni.  Tríó sænsku söngkonunnar Annette Taranto flytur barokktónlist.
  • Kl. 15.00  Náttúrugripasafn Vestmannaeyja 40 ára.  Afmælissamkoma.
  • Ávarp forseta bæjarstjórnar.
  • Stiklað á stóru í sögu safnsins.  Kristján Egilsson.
  • Söngur.  Alexander Jarl Þorsteinsson.
  • Fimleikafélagið Rán.  Eldfjalladans v/ Tvistinn.
  • Veitingar.

*Útbúin 40 flöskuskeyti, undirskrifuð af börnum. 

Síðar sama dag verður siglt með flöskuskeytin á haf út.

Utan dyra, á planinu sunnan við Náttúrugripasafnið:

  • Fiskmarkaður                  Lifandi fiskar í kerjum
  • Furðufiskar í kerjum        Dýr frá búgarði Valgeirs Jónassonar

Sýningin Maður og öngull í Safnahúsinu verður opin alla helgina.  Síðasta sýningarhelgi.

Málverkasýningarnar í Gallery Prýði og Vélasalnum verða opnar frá kl. 14 til 18 bæði laugardag og sunnudag.

Fræðslu- og menningarsvið.

 

 


Jafnlaunavottun Learncove