Göngu- og skokkhópur fyrir almenning
Í boði íþrótta- og æskulýðsráðs, leiðbeinadi verður Regína Kristjánsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyjabæjar hefur ákveðið að bjóða almenningi í Vestmannaeyjum upp á að vera með í göngu- og skokkhópi endurgjaldslaust í 5 vikur.
Markmið með þessu átaki er að hvetja og styðja almenning á öllum aldri og báðum kynjum til að stunda reglulega hreyfingu. Átakið stendur frá 18. maí til 19. júní. Upplagt fyrir konur að undirbúa sig fyrir kvennahlaupið 19. júní.
Leiðbeinandi verður Regína Kristjánsdóttir.
Farið verður frá Íþróttamiðstöðinni þriðjudaga kl. 19.30 og laugardaga kl. 11.00. Sameiginleg upphitun verður í 10 mínútur síðan velja þátttakendur göngu- eða skokkleið við hæfi. Eftir 40 mín. hittist hópurinn aftur við Íþróttamiðstöðina þar sem Regína stjórnar sameiginlegum teygjum.
Nú er tækifærið að koma sér af stað því eins og flestir vita er ganga eitt besta þjálfunarform sem þekkist.
Fyrir hönd íþrótta- og æskulýðsráðs
Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi