Gögnum skilað til stýrihóps
Spurningin ?Hvernig getum við gert góða skóla betri?" hefur verið til umfjöllunar í hópum sem settir voru saman af starfsfólki skólanna í Vestmannaeyjum, foreldrum og nemendum á elstu stigum grunnskólanna. Hóparnir, grunnskólahópur, tónlistarskólahópur og leikskólahópur, og annar hópur foreldra hafa skilað niðurstöðum umræðna sinna til stýrihóps. Þar kom margt áhugavert fram bæði hvað varðar styrkleika og veikleika skólanna og skólastarfsins, sem og tækifærin og það sem veldur áhyggjum í skólamálum. Þar var að finna margar áhugaverðar hugmyndir.
Nú mun stýrihópurinn rýna í gögnin sem, ásamt gögnum úr fyrri umræðum um skólamál, verða grunnur að tillögum um bætt skólastarf í byggðarlaginu.
Enn og aftur viljum við hvetja fólk til að tjá sig um þessi mál og minnum á netfang skolamal@vestmannaeyjar.is.
Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi