Gleðilegan þjóðhátíðardag
Mikil gleði og fjör á Stakkagerðistúni í dag þar sem Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur.
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði nokkur lög, Geir Jón Þórisson hélt hátíðarræðuna, flottur söngur frá Víkinni og Blítt og létt hópnum. Fimleikafélagið Rán með glæsilega danssýningu. Svala Guðný Hauksdóttir var með ávarp nýstúdents og Fjallkonan, Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flutti hátíðarljóð.