18. janúar 2005

Geðveikir dagar - samvinnuverkefni Samfés og BUGL - þjóðarátak

?Við erum nú metin á nýrri mælistiku:  Ekki aðeins eftir því hversu klár við erum, eða eftir starfsþjálfun og sérfræðikunnáttu, heldur einnig eftir því hversu vel okkur teks

?Við erum nú metin á nýrri mælistiku:  Ekki aðeins eftir því hversu klár við erum, eða eftir starfsþjálfun og sérfræðikunnáttu, heldur einnig eftir því hversu vel okkur tekst að vera við sjálf og hvernig við erum hvert við annað". Daniel Golemann 1998.

Fræðslu og söfnunarátak til styrktar byggingarsjóði BUGL. ( Barna og unglinga geðdeildar ) 31. janúar - 6. febrúar 2005. Hrafnhildur Ástþórsdóttir forstöðumaður Ekkó/Kjarnans í Kópavogi og Agnes Andrésdóttir í Ekkó eru verkefnisstjórar fyrir hönd Samfés í verkefninu. 

Markmið félagsmiðstöðvastarfs í hnotskurn:

Að hlúa að þekkingu ábyrgð og umhyggju er mikilvægt forgangsmál í vinnu með börnum og unglingum. Ef vel tekst til hefur það áhrif inn í kennslustofurnar, á heimilið og út í samfélagið. Markmið okkar er að auka félagsþroska þeirra einstaklinga sem sækja félagsmiðstöðvar Samfés, og það gerum við m.a. með því:

  • Að þjálfa unglinga í að taka sjálfstæðar ákvarðanir samkvæmt eigin skoðunum og taka afleiðingum eigin ákvarðana (sjálfsvitund og sjálfsgagnrýni).
  • Að styrkja jákvæða sjálfsmynd unglingsins, temja þeim víðsýni og gagnrýna hugsun, jákvæðnin og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum (þekkja afleiðingar af áhættuhegðun).
  • Að gefa unglingunum kost á að skipuleggja á eigin spýtur, framkvæma og endurmeta eigið starf (að eiga frumkvæði að eigin athöfnum og virkni).
  • Að þjálfa unglingana í samvinnu (hópvinnu)og kenna þeim að bera virðingu og taka tillit til skoðana annarra (greina og standa gegn neikvæðum hópþrýstingi). Temja sér náungakærleika, okkur kemur við hvað er að gerast í nærsamfélagi okkar og annarstaðar í heiminum.

Drög að verkáætlun söfnunarátaks og fræðslu fyrir félagsmiðstöðvar Samfés.

Í félagsmiðstöðvunum hefst fræðsluvika um geðsjúkdóma 30. janúar 2005 og lýkur 5. og 6. febrúar (laugardag og sunnudag) með sölu ?armbanda" til styrktar byggingasjóði Barna- og unglingageðdeildar. Við leggjum til að vikan verði kölluð ?Geðveikir dagar"!

Mun stjórn Samfés og verkefnisstjórar aðstoða félagsmiðstöðvarnar með ábendingum um fræðsluefni, hugmyndum um framsetningu og verkefnavinnu unglinganna ásamt því að vera starfsmönnum ?innan handar" með aðfengna fyrirlesara. Einnig biðjum við forstöðumenn að ?líta í kringum sig", hver á sínum stað t.d. heilsugæslustöðvum, skólum og stofnunum, þar sem kunna að leynast góðir fyrirlesara um þetta tiltekna efni. Ætlunin er að búa til nokkurskonar ?vefslóða pakka" með tilvísunum í fræðsluefni og senda til allra. Markmiðið með þessu átaki er hvoru tveggja, að unglingarnir kynnist geðsjúkdómum á hlutlausan fræðandi hátt og leggi sitt af mörkum til aðstoðar þeim börnum sem haldin eru þeim. Að leggja sitt af mörkum til aðstoðar öðrum, kennir börnum samhygð og samúð sem er þeim gott veganesti í lífinu. Ath. Mjög skemmtilegt og gott væri að fá þá skóla sem félagsmiðstöðvarnar tengjast, til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt.

Hugmynd af ?Geðveikum dögum" fræðsluviku í félagsmiðstöðvunum.

?Búa til" nokkra hópa, (6 - 8 í hóp), það má gera t.d. með skráningu í tiltekin verkefni s.s:

  • Slagorðahóp(a) sem kemur saman, býr til slagorð tengd verkefninu og setur þau á plaköt eða tölvuvinnur.
  • Upplýsingahóp(a) sem finna fræðsluefni á Netinu eða í umhverfinu (heilsugæslust.). Stækkar t.d. áhugavert efni og ljósritar, hengir síðan upp á einhvern sérstakan ?fræðsluvegg" og sér um að skipta út daglega. Finnur bæklinga sem eru til t.d. hjá Geðhjálp, Landlæknisembættinu (?) og lætur liggja frammi.
  • Umræðuhóp(a), um einstök efni, s.s. þunglyndi o.f.l. sem starfsmenn myndu halda utan um (verða að vera vel undirbúnir), niðurstöður settar á plaköt og hengd upp.
  • Umræðuhóp(a) um hvernig ?geðveiki" var meðhöndluð ?í gamla daga". Þar gæti farið fram upplýsingasöfnun t.d. með kennara í skóla ???? Niðurstöður kynntar í félagsmiðstöð.
  • Sýna einhverja góða kvikmynd og ræða efni hennar í hóp á eftir. (tillögur um kvikm. koma síðar).
  • Fyrirlestur frá fagmanneskju (t.d. úr heilbrigðisstétt) og umræður í unglingahópnum á eftir.
  • Nauðsynlegt að hafa kynningu á Barna og unglingageðdeild og því starfi sem þar fer fram og munum við senda ykkur kynningarmyndband um BUGL í janúar.
  • Og endapunkturinn yrði svo að unglingarnir gengju í hús í sínum heimabæ, umræddan laugardag og sunnudag, og seldu armband til styrktar  BUGL.

Þetta eru nokkrar hugmyndir sem kosta sama og ekkert (annað en  skipulagningu og vinnu starfsmanna (!), en gera ótrúlega mikið gagn. Því miður er það sammerkt með félags-miðstöðvum að þær eru afar fátækar af peningum, en aftur á móti ríkar af mannauði sem gæti enn aukist við þetta verkefni og stuðlað að aukinni þekkingu, fordómaleysi, samhygð og samhjálp jafningja..............  þá er tilgangnum náð. 

Bestu kveðjur í bili, Hrafnhildur Ástþórsdóttir, sími: 868-3026.  h.astthors@simnet.is

Sjá nánar. 

Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar tillögu Landspítala - háskólasjúkrahúss um framtíðaruppbyggingu barna- og unglingageðdeildar (BUGL) við Dalbraut. Tillagan hefur fengið afar góð viðbrögð í ráðuneytinu og jafnframt hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. BUGL hefur lengi búið við þröngan húsakost á Dalbraut en gert er ráð fyrir úrbótum með því að byggja við húsin þar. Áætlaður kostnaður er um 340 milljónir króna.

Talsvert fé er nú þegar til í sjóði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dalbraut. Stjórnvöld veittu á síðasta árið 45 milljónir króna til að undirbúa verkefnið. Höfðingleg gjöf Hringskvenna, 50 milljónir króna, til barna- og unglingageðdeildar hleypti enn frekar krafti í undirbúninginn. Með sölu á Kleifarvegi 15 fást um 30 m.kr, auk þess sem sérstakur byggingarsjóður BUGL er að myndast með gjafafé. Samtals eru 140 m.kr tryggðar til verkefnisins. Margir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök, í þeim hópi eru börn og unglingar, hafa að undanförnu stutt eða lýst vilja sínum til þess að styðja uppbygginguna. Skemmst er að minnast merkjasölu Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu um síðustu helgi þar sem allur ágóði rennur til BUGL.

Á ársfundi LSH 12. maí 2004 lýsti starfandi heilbrigðisráðherra, Árni Magnússon, einlægum vilja stjórnvalda til að halda áfram að bæta stöðu barna og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða: "Barna- og unglingageðdeildin veitir þjónustu hópi skjólstæðinga, sem á skilið allan stuðning samfélagsins. Nauðsynlegt er að friður ríki um þessi störf og að deildin njóti trausts fyrir faglega vinnu og umhyggjusama þjónustu. Okkur ber öllum að leggjast á árar til að tryggja að svo sé, og ég tel að ríkisstjórnin hafi sýnt vilja sinn í verki, og veit að haldið verður áfram á þeirri braut."

Í ávarpi sínu á ársfundi LSH greindi Áslaug Björg Viggósdóttir formaður Hringsins frá vilja Hringskvenna til þess að styðja áfram við framtíðaruppbygginguna við Dalbraut af alkunnum myndarskap Hringskvenna.

Magnús Pétursson forstjóri LSH kallaði í ávarpi sínu á ársfundinum eftir stuðningi landsmanna við það verk sem framundan er: "Ég höfða til almennings, ungra sem aldinna, einstaklinga og hópa, félaga og fyrirtækja að taka þetta málefni upp á sína arma, leggja því lið og fullgera verkið."

Næstu skref varðandi framtíðaruppbyggingu barna- og unglingageðdeildar við Dalbraut felast meðal annars í vinnu með skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar að skipulagi lóðar. Samkvæmt frumáætlunum má gera ráð fyrir því að þeirri vinnu ljúki í haust og byggingarundirbúningi að öðru leyti um næstu áramót, þannig að viðbótarhúsnæði BUGL geti verið tilbúið til notkunar um mitt ár 2006.

Fræðslu og menningarsvið Vestmannaeyja


Jafnlaunavottun Learncove