30. maí 2005

Fyrsti ársfundur Lýðheilsustöðvar - úthlutun úr Forvarnarsjóði.

Lýðheilsustöð gerði á ársfundi sínum í morgun grein fyrir starfseminni fyrsta starfsár stöðvarinnar. Lögð var fram ársskýrsla á fundinum og þar var einnig kynnt hverjir hrepptu styrki úr Forvarnasjóði. Um 80 manns sóttu ársfundinn og flutti Sæunn

Lýðheilsustöð gerði á ársfundi sínum í morgun grein fyrir starfseminni fyrsta starfsár stöðvarinnar. Lögð var fram ársskýrsla á fundinum og þar var einnig kynnt hverjir hrepptu styrki úr Forvarnasjóði. Um 80 manns sóttu ársfundinn og flutti Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, ávarp fyrir hönd ráðherra sem var utanbæjar. Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, gerði grein fyrir starfsemi stöðvarinnar og kynnt voru sérstaklega þrjú verkefni Lýðheilsustöðvar: MUNNÍS - tannheilsa, sem Hólmfríður Guðmundsdóttir, yfirverkefnisstjóri tannverndar, kynnti, Næring - málefni í brennidepli sem Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, kynnti, og Geðrækt - "Það er engin heilsa án geðheilsu? sem Guðrún Guðmundsdóttir verkefnisstjóri, kynnti. Á ársfundinum fóru fram úthlutanir úr Forvarnarsjóði og var rúmum 45 milljónum króna úthlutað til fjölbreyttra verkefna.
Meira um ársfundinn: http://www.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/1071


Jafnlaunavottun Learncove