19. ágúst 2005

Fyrirlestur um Íslendinga sem gerðust Mormónar og fluttu til Utah

Fred Woods, prófessor við Brigham Young háskólann í Utah, heldur fyrirlestur í sal Visku, Strandvegi 50, 3. hæð, mánudaginn 22. ágúst kl. 20.00. Heiti fyrirlestursins er "Fire on Ice: The Story of Icelandic Latter-day Saints at Home and Abroa

Fred Woods, prófessor við Brigham Young háskólann í Utah, heldur fyrirlestur í sal Visku, Strandvegi 50, 3. hæð, mánudaginn 22. ágúst kl. 20.00. Heiti fyrirlestursins er "Fire on Ice: The Story of Icelandic Latter-day Saints at Home and Abroad" og fjallar um Íslendinga sem gerðust mormónar á 19. öld og fluttust til Utah. Einkum er fjallað um Vestmannaeyinga sem fluttust vestur en þeir voru um helmingur þeirra sem fóru. Stuðst verður við Power Point framsetningu í fyrirlestrinum og efnið er sótt í bók sem gefin verður út á næstunni. Fred Woods er staddur hér á landi við gerð heimildarkvikmyndar um efnið.


Jafnlaunavottun Learncove