Fyrirlestur um fíkniefnavarnir
?Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar"
Mánudaginn 30. maí sl. var boðið upp á fræðslufund fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Vestmannaeyjum um skaðsemi fíkniefna og hvað við getum gert til að sporna við fíkniefnaneyslu unglinga. Fræðslan var á vegum lögreglunnar, félagsþjónustunnar og Maríta/Samhjálp. Á fundinn kom Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi, Eva Sveinsdóttir frá lögreglunni og Jón Pétursson sálfræðingur frá Félags- og fjölskyldusviði.
Boðið var upp á fræðsluefnið ?Hættu áður en þú byrjar" sem hannað er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og foreldra þeirra. Magús skýrði frá reynslu sinni og sögu. Sýnd var íslensk Maritamynd um raunveruleikann í heimi fíkniefnaneytenda hár á landi. Magnús fór yfir skaðsemi vímuefna og afleiðingar neyslu á lifandi og eftirminnanlegan hátt . Eva ræddi m.a. um sakhæfisaldur, kynnti feril lögreglumála og sakaskrá og ræddi útivistartíma barna.
Um kvöldið var boðið upp á sömu fræðslu til foreldra m.a. í þeim tilgangi að skapa umræðugrundvöll fyrir foreldra og börn að ræða þetta efni. Til viðbótar var Jón með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu í Vestmannaeyjum, kynnti þá forvarnarvinnu sem félagsþjónustan hefur verið með í gangi frá 1990 og ræddi um mikilvægi fjölskyldunnar og stuðning foreldra við unglinginn.
Virkar umræður fóru fram á fundunum, bæði hjá unglingum og foreldrum þeirra. Það er samdóma álit þeirra sem tóku þátt í fræðslunni að hún væri bæði gagnleg og nauðsynleg. Stefnt er að því að bjóða upp á þessa fræðslu árlega og þá fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og foreldra þeirra.
Áhyggjuefni er sú litla þátttaka foreldra sem var á kvöldfundinum. Einungis um 16% foreldra tók þátt í fundinum.
Félags- og fjölskyldusvið
Fræðslu- og menningarsvið