Fyrirlestur
Fyrirlestur um ferðir Íslendinga til Utah á 19. öld:
Fluttur verður fyrirlestur í fundarsal Rannsóknarsetursins, Strandvegi 50, 3. hæð, föstudaginnn 4. júní kl. 17 (5 e.h.)
Þar mun Fred E. Woods, amerískur prófessor frá Brigham Young háskólanum í Utah, flytja fyrirlestur sem hann flutti á dögunum á vegumSagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um Íslendinga sem fluttust til Utah frá Vestmannaeyjum og Reykjavík frá 1854-1914. Hann hefur myndir sér til stuðnings. Hann mun auk þess ræða sögu mormóna á Íslandi og í Utah síðastliðin 150 árin. Rannsóknir hans um þetta efni munu vera gefnar út, bæði á ensku og íslensku, undir titlunum Fire on Ice: The story of Latter-day Saints (mormónar) Icelanders at home and abroad. / Eldur á ís: Saga hinna Síðari daga heilögu (mormónar) hér heima og úti.
Fred E. Woods mun dvelja í Vestmannaeyjum í nokkra daga til að afla sér upplýsinga í bókina en á næsta ári verður þess minnst í Utah að 150 ár eru liðin frá því að fyrstu Íslendingarnir, frá Vestmannaeyjum, settust þar að.
Það hefur vakið sérstaka athygli hans að helmingur þeirra rúmlega 400 manns sem fluttust búferlum vestur skuli hafi komið frá Vestmannaeyjum. Annars eru fleiri upplýsingar í viðtali við Fred í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. maí sl. og jafnframt mun hann koma fram í Kastljósi einhvern næstu daga.