Fyrirlestrar á Byggðasafni og sýning Villa á Bustarfelli í anddyri Safnahúss.
Á sjómannadaginn stendur Rannsókna- og fræðasetur Vestmannaeyja fyrir tveimur opnum fyrirlestrum á Byggðasafni Vestmannaeyja og einnig verður mynlistarsýning Villa á Bustarfelli, sem opnar föstudaginn 3. júní kl.20:00 í anddyri Safnahússins opin. Allir velkomnir.
Fyrirlestrarnir fjalla annarsvegar um orkusparnað í fiskiskipum og hinsvegar um vöxt og fæðu þorsksins. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16:00. Áætlað er að hvort erindi taki um 20 mínútur og síðan verður opið fyrir fyrirspurnir í lok hvors erindis.
Möguleikar til orkusparnaðar í fiskiskipum
Jón Ágúst Þorseinsson, frá Marorku
Fæða þorsks og vöxtur með sérstöku tilliti til loðnunnar
Höskuldur Björnsson, frá Hafrannsóknastofnuninni
Verið velkomin í heimsókn.
Frítt á Byggðasafnið og í Landlyst um sjómannadagshelgina.
Byggðasafn Vestmannaeyja sendir sjómönnum bestu kveðjur á sjómannadaginn 2005.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.