Fundur með skólastjórnendum í Ráðhúsinu.
Foreldrafélög grunnskóla hafa boðað til fundar í Barnaskóla Vestmannaeyja seinna í dag.
Bæjarstjóri og fræðsluyfirvöld funduðu með skólastjórnendum í Ráðhúsinu í morgun vegna ástands sem skapaðist í morgun þegar kennar
Foreldrafélög grunnskóla hafa boðað til fundar í Barnaskóla Vestmannaeyja seinna í dag.
Bæjarstjóri og fræðsluyfirvöld funduðu með skólastjórnendum í Ráðhúsinu í morgun vegna ástands sem skapaðist í morgun þegar kennarar komu ekki til starfa eins og ráð hafði verið fyrir gert. Farið var yfir stöðuna og réðu menn ráðum sínum.
Foreldrafélög grunnskólanna hafa boðað til fundar í Barnaskóla Vestmannaeyja í dag kl. 18:00 með skólastjórnendum og munu fræðsluyfirvöld ásamt bæjarstjóra sitja þann fund. Eins og menn vita standa yfir viðræður samningsaðila um varanlega lausn á þessari deilu.
Fræðslu- og menningarsvið Vestm.