Fundum og viðtölum með úttektaraðilum frestað í dag.
Trausti Þorsteinsson og hans fólk frá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri koma aftur að hálfum mánuði liðnum og ljúka verkinu.
Flensan hefur sett sitt mark á vinnu úttektaraðila skóla- íþrótta- og æskulýðsmála, bæði hafa veikindi hrjáð aðila innan hópsins að norðan svo og heimamenn. Stórum hluta þessarar lotu er þó lokið og hafa eru úttektaraðilar ákaflega ánægðir með móttökur og samstarf við hinar ýmsu stofnanir sem þeir hafa heimsótt og unnið með.
Eins og marg oft hefur komið fram skila þau niðurstöðum í marslok. Gögnin sem verið er að vinna í verða send norður strax í næstu viku.
Minnum á vefinn skolamal@vestmannaeyjar. is ef menn vildu koma frekari upplýsingum eða beina spurningum til úttektaraðila.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.