Frumkvöðlaþing
Frumkvöðlaþing undir yfirskriftinni Nýsköpun - sóknarfæri framtíðar var haldið fimmtudaginn 29. apríl s.l.. Markmið Frumkvöðlaþings var að hvetja til umræðu um þátt frumkvöðla í nýsköpun, starfskilyrði þeirra og stuðning.
Á þinginu fékkst mismunandi sýn, álit og niðurstöður þeirra fjölmörgu ólíku hagsmunaaðila sem að umræðuefninu koma. Gert er ráð fyrir að þær niðurstöður sem fram komu á þinginu muni gagnast hinu opinbera við aðkomu og stuðning við frumkvöðlastarf og nýsköpun. Orð eru til alls fyrst og með opinni umræðu og vandaðri hópvinnu ættu möguleikar til sóknar að aukast og tækifærin að verða sýnilegri. Fyrirlestrana má nálgast með því að smella hér.
Að þinginu stóðu Impra nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun, Félag kvenna í atvinnurekstri og Stjórnvísi. Fundarstjóri var Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar.
Af vef Impru, www.impra.is