3. maí 2016

Frístundaver - atvinna í boði

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarúrræði frístundaversins, sem verður starfrækt í Rauðagerði (FÉLÓ) virka daga frá 13. – 30. júní n.k. frá kl. 08.00 -13.00 

Umsækjendur þurfa að hafa ánægju af að starfa með börnum og vera tilbúnir í mikla útiveru og útivist. Laun eru skv. kjarasamningum STAVEY og LN.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Bryndísi Jóhannesdóttur umsjónarmanni  frístundaversins  í síma 841-7373 eða biddy@vestmannaeyjar.is. Umsóknareyðublöð fyrir atvinnuumsóknir má nálgast á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða í þjónustuveri Ráðhússins og þeim skal skilað þangað. 


Jafnlaunavottun Learncove