Fréttir frá Nýsköpunarstofu
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja hefur fengið 300 þús. kr. styrk frá Impru til að vinnað að þróun gagnabanka vegna fjármögnunar og stuðnings við fyrirtæki og frumkvöðla. Þróunarverkefnið er samstarfsverkefni m
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja hefur fengið 300 þús. kr. styrk frá Impru til að vinnað að þróun gagnabanka vegna fjármögnunar og stuðnings við fyrirtæki og frumkvöðla. Þróunarverkefnið er samstarfsverkefni milli Nýsköpunarstofu, Impru og Atvinnuþróunarstofu Austurlands.
Verkefnið er þegar hafið ásamt þróunarverkefni um gerð rekstrarlíkans fyrir ferðaþjónustu, sem unnið er í samstarfi við Impru og Atvinnuþróunarféags N-Þingeyinga. Þessi tvö verkefni hafa tryggt vinnu fyrir starfsmann hjá Nýsköpunarstofu fram á vor 2005. Starfsmaður hefur þegar verið ráðinn af atvinnuleysisskrá til að vinna að þessum verkefnum.