Fréttir af samgöngumálum
Bæjarráð fékk þá Fannar Gíslason og Kjartan Elíasson á fund í bæjarráði
Fóru þeir yfir stöðuna og dýpkunaráform í Landeyjahöfn. Kom fram að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og stefnt sé að útboði fyrir áramót sem verða opnuð í janúar. Það mun væntanlega liggja fyrir í febrúar/mars 2026 hvaða verktaki mun sjá um dýpkun í Landeyjahöfn þegar samningi við Björgun lýkur.
Bæjarráð á fund með innviðaráðherra þann 6. nóvember nk.þar sem ætlunin er að ræða stöðu samgöngumála við Vestmannaeyjar.