Framúrskarandi mæting á fund Kristínar Jóhannsdóttur ferða- og markaðsfulltrúa og Andrésar Sigurvinssonar framkvæmdarstjóra fræðslu- og menningarsviðs
Stríðandi fylkingar innan ferðaþjónustu bæjarins lofa bót og betrun í samskiptum sín á milli.
Sérlega ánægulegt var hversu vel var mætt á fundinn, en á honum var farið yfir eftirfarandi:
- Gerð var grein fyrir gangi mála í undirbúningsvinnunni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.
- Sagt var frá ferðakaupstefnunni Vest Norden, sem haldin verður í Reykjavík um miðjan September. Vestmannaeyjar verða með sér bás og verða öll ferðaþjónustu fyrirtæki sem ætla að vera með að tilkynna þátttöku sína fyrir lok þessarar viku.
- Aðgerðir næsta haust og vetur. Uppi eru m.a. hugmyndir um að bjóða einskonar hvataferða tengdar Tyrkjaránssýningu Leikfélagsins fyrir fyrirtækjahópa á fastalandinu.
Tilstendur að gera alhliða kynningarbækling um Vestmannaeyjar með áherslu á kosti Eyjanna fyrir fjárfesta, ferðamenn, fundi og ráðstefnur, en jafnframt því verður tekin fyrir menning og saga.
Uppúr miðjum september n.k. er væntanlegur hingað fulltrúi Ferðamálaráðs til að leggja gæðamat á gistiaðstöðu í Eyjum. Þetta var formlega tilkynnt á fundinum svo menn hafi tímann fyrir sér ef eitthvað þarf að standsetja áður en matsmaðurinn mætir. En fyrir liggja kvartanir frá Samtökum ferðaþjónustunnar vega gististaða hér og er verið að skoða þau mál.
Rætt var sérstaklega um samstarf og samvinnu inna ferðaþjónustunnar í ljósi þess að markaðsfulltrúa hafa borist nokkra kvartanir þess efnis að fyrirtæki séu að undirbjóða hvort annað og jafnvel að ganga beint á viðskiptavini samkeppnisfyrirtækjanna og bjóða þeim betur. Menn voru nokkuð sammála um að vinnubrögð sem þessi væru ekki æskileg og gagnist engum þegar upp er staðið.
Borin var upp talsverð gagnrýni á stofnanir bæjarins fyrir að gefa ákveðnum ferðahópum bæði mat og gisting. Einkum var tiltekið að ferðaþjónustan væri óhress með að sjá hópa af fullorðnu fólki í skemmtiferðum, (þó svo að það teldist til einhverra félagasamtaka) vera í frírri gistingu í skólum bæjarins og að borða frítt á sjúkrahúsinu eða í Hraunbúðum. Þessari gagrýni er hér með komið á framfæri við þá sem málið varðar...
Kristín Jóhannsdóttir ferða-og markaðsfulltrúi