Fræðsluskrifstofa Vestmannaeyja auglýsir
Störf á Skóladagheimilinu og kennarastöður við Barnaskóla Vestmannaeyja
Skóladagheimilið Laus er 60 % staða umsjónarmanns og 50% staða aðstoðarmanns á Skóladagheimilinu við Brekastíg. Ráðningartíminn er 15. ágúst 2004 til 15. júní 2005 og er vinnutíminn aðallega eftir hádegi. Uppeldismenntun eða reynsla af uppeldisstörfum æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Umsóknareyðublöð fást í þjónustuveri Ráðhússins og skilist til Fræðsluskrifstofu Vestmannaeyjabæjar.
Umsóknir um skóladagheimilispláss
Skóladagheimilið tekur til starfa í haust um leið og skólarnir byrja og verður opið eftir hádegið alla skóladaga. Tekið verður við umsóknum í þjónustuveri Ráðhússins. Vakin er athygli á því að vegna takmarkaðs rýmis verða umsóknir fyrir 6 ára börnin látnar ganga fyrir.
Barnaskóli Vestmannaeyja Vegna forfalla eru lausar kennarastöður við Barnaskóla Vestmannaeyja. Aðalkennslugreinar eru almenn kennsla og raungreinakennsla.
Nánari upplýsingar gefa Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri í símum 481-1898 og 690-8756 netfang: hjalmfr@ismennt.is og Björn Elíasson aðstoðarskólastjóri í símum 481-2776 og 694-2776, netfang: bjorne@ismennt.is eða fræðslufulltrúi.
Viðamiklar upplýsingar um skolann er að finna á slóðinni http://vestmannaeyjar.ismennt.is/
Fræðslufulltrúi Vestmannaeyja erna@vestmannaeyjar.is