15. mars 2005

FRÆÐSLUFUNDUR UM TRJÁRÆKT

HVAÐA TRJÁTEGUND HENTAR BEST Á HEIMAEY? Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur flytur fræðsluerindi og svarar fyrirspurnum um skjólbeltið við Hraunhamar, einkum og sér í lagi alaskaöspina sem vex þar í skjóli víðitrjáa. Skjólbeltið

HVAÐA TRJÁTEGUND HENTAR BEST Á HEIMAEY?

Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur flytur fræðsluerindi og svarar fyrirspurnum um skjólbeltið við Hraunhamar, einkum og sér í lagi alaskaöspina sem vex þar í skjóli víðitrjáa. Skjólbeltið er nokkurra ára tilraunaverkefni Skógræktar ríkisins og Vestmannaeyjabæjar og standa vonir til að árangur sem næst við ræktun mismunandi tegunda muni verða bæjarbúum til leiðsagnar í framtíðinni um vænlegustu trén til ræktunar hér á Heimaey. Þorbergur Hjalti er einn af upphafsmönnum skjólbeltisins við Hraunhamar og tvímælalaust sá Íslendingur sem mest hefur rannsakað áhrif salts á trjágróður og vinnur nú að doktorsritgerð um það efni.

Fundurinn hefst kl. 20 miðvikudag 16. mars í Arnardrangi.

Allir velkomnir!

Skógræktarfélagið


Jafnlaunavottun Learncove