Fræðslufundur um Olweusaráætlun gegn einelti.
Tæplega 40 manns mættu á fróðlegan fund sem foreldrafélög grunnskólanna boðuðu til sl. fimmtudag. Helga Tryggvadóttir verkefnisstjóri eineltisáætlunarinnar hélt fyrirlestur.
Fimmtudaginn 10. mars buðu foreldrafélögin í báðum grunnskólunum til fræðslufundar í Höllinni um Olweusaráætlunina gegn einelti. Tilefni fundarins var að fá foreldra meira með inn í verkefnið, en forsenda þess að áætlunin beri árangur er að þeir fullorðnu sem umgangast nemendur séu samstíga hvað varðar þekkingu á einelti og viðhorf til þess.
Nú eftir áramót hafa reglulega verið umræðufundir í skólunum þar sem 150 manns, allt starfsfólk skólanna og íþróttahúss og fulltrúar frá Féló, frá fræðslu um einelti og ræða málin. Nú var komið að foreldrum að fá fræðslu. Helga Tryggvadóttir verkefnisstjóri áætlunarinnar í Vestmannaeyjum hélt klukkustundar fyrirlestur þar sem fjallað var um hvað einelti er, áætlunina sjálfa, árangurinn af henni og að lokum þátt foreldra. Þeir foreldrar sem mættu hlustuðu af athygli og nokkar umræður spunnust að fyrirlestri loknum.
Olweusaráætlunin byggir á áratuga rannsóknum á einelti og vísindalegum mælingum á árangri. Það er staðreynd að áætlunin ber árangur, en svo árangurinn verði sem bestur er þátttaka foreldra frumskylirði. Foreldrar verða boðaðir á fundi í skólunum til kynninga á niðurstöðum könnunar á stöðu eineltismála og líðan nemenda í skólunum. Fundirnir verða líklega um mánaðarmótin apríl/maí og verður á fundunum dreift handbók fyrir foreldra þar sem farið er yfir helstu atriðin í áætluninni.
Því miður var mæting á fundinn í Höllinni mjög slök og eru allir foreldrar hvattir til að mæta á kynningu niðurstaðna þegar þar að kemur.
Þeim foreldrum sem mættu fá þökk fyrir.
Þeir sem vilja afla sér upplýsinga er bent á heimasíður grunnskólanna þar sem fjallað er í stuttu máli um Olweusaráætlunina og www.olweus.is og smella á ?Til foreldra"
Helga Tryggva
Náms- og starfsráðgjafi
Barnaskóla Vestmannaeyja s. 481 1944
og Hamarsskóla s. 481 2644
helga@vestmannaeyjar.is
Gsm. 862 2293