9. mars 2005

Fræðslufundur gegn einelti fyrir foreldra og aðstandendur grunnskólabarna

Haldinn í Höllinni fimmtudaginn 10. mars kl. 19:30 - 20:30.  Þátttaka foreldra í Olweusaráætluninni er ein af forsendum þess að hún skili tilætluðum árangri. Skólarn

Haldinn í Höllinni fimmtudaginn 10. mars kl. 19:30 - 20:30. 

Þátttaka foreldra í Olweusaráætluninni er ein af forsendum þess að hún skili tilætluðum árangri. Skólarnir og foreldrar þurfa að vera samstíga í þekkingu, viðhorfum og viðbrögðum við einelti.

Foreldrafélögin bjóða því til fræðslufundar fyrir foreldra og aðra aðstandendur grunnskólabarna í Höllinni fimmtudaginn 10. mars kl.19.30-20.30.

Þar sem einelti er grafalvarlegt mál sem okkur öllum kemur við hvetjum við alla foreldra til að mæta.

Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri Olweusaráætlunar Vestmannaeyjabæjar.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove