29. maí 2004

Fræðslu- og menningarsvið fær fjárstyrki til "Stille øy", samstarfsverkefnis þriggja eyjasamfélaga.

Styrkir frá Menningarborgarsjóði ( 300 þúsund ) og norræna menningarsjóðnum  (rl. 500 þúsund ) og fleiri hafa gefið vilyrði.  Sótt var um styrki til hinna ýmsu

Styrkir frá Menningarborgarsjóði ( 300 þúsund ) og norræna menningarsjóðnum  (rl. 500 þúsund ) og fleiri hafa gefið vilyrði. 

Sótt var um styrki til hinna ýmsu sjóða vegna samstarfsverkefnisins "Stille øy" en eins og menn ef til vill muna fóru nokkur ungmenni á vegum Leikfélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæjar og Framhaldsskólans ásamt undirrituðum og hittu ungmenni í Norður - Noregi og unnu með þeim verkefin ytra.  Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri undirritaði samning við Menningarborgarsjóðinn á dögunum.

Nú er von á tíu manna hópi frá Noregi í júli n.k, og viðbætast tveir frá leikfélaginu í Götu í Færeyjum.  Mun hópurinn vinna saman í hálfan mánuð hérna í heima og væntanlega munu bæjarbúar berja afraksturinn augum.  Allir eru sammála að samstarf sem þetta auki á skilning og víðsýni og sé kærkomið tækifæri til að koma menningu og séreinkennum hvers eyjasamfélags til skila.  Gerum þessari væntanlegu heimsókn nánari skil síðar.

Einnig hefur verkefnið fengið vilyrði fyrir ákveðnum fjárstuðningi til þessa frá aðilum hérna heima. 

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs.

 


Jafnlaunavottun Learncove