9. ágúst 2004

Fósturlandsins Freyjur

Verkefnið "Rural Business Women" er samstarfsverkefni fjögurra þjóða: Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Íslands, en er undir stjórn Finna. Verkefninu er ætlað að efla atvinnusköpun kvenna í dreifbýli, sem lýtur að ný

Verkefnið "Rural Business Women" er samstarfsverkefni fjögurra þjóða: Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Íslands, en er undir stjórn Finna. Verkefninu er ætlað að efla atvinnusköpun kvenna í dreifbýli, sem lýtur að nýtingu náttúruauðlinda í víðum skilningi. Þá er átt við gæði lands og sjávar, jafnt hvað varðar framleiðslu og þjónustu sem byggir á náttúruauðlindum. Það verður gert meðal annars með rannsóknum, fræðslu og stuðningi við smáfyrirtæki kvenna auk markaðsgreiningar og markaðssetningar náttúruafurða.  Íslensku aðilarnir hafa ákveðið að beina sjónum sínum að íslenskum jurtum og nýtingu þeirra. 

 Verkefnið hefur hlotið íslenska heitið "Fósturlandsins Freyjur", sem skírskotar bæði til landsins og landgæða, en ekki síður til Frjósemisgyðjunnar Freyju og annarra máttarkvenna.

Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar Byggðastofnunar fara með stjórn verkefnisins f.h. íslensku þátttakendanna, en auk þeirra tekur Símenntunarmiðstöð Vesturlands þátt í verkefninu, sem sérfróður aðili um miðlun fræðslu á strjálbýlum svæðum

Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery program) og kvennasjóði Vinnumálastofnunar. 

Fyrstu námskeið Fósturlandsins Freyja verða haldin sem hér segir:

14. ágúst að Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu.  15. ágúst í félagsheimilinu Þingborg, rétt austan við Selfoss. 21. ágúst á Hallormsstað.

Dagskrá verður hin sama á öllum stöðunum:

10.00 Kynning á verkefninu og samstarfsaðilum, Bjarnheiður Jóhannsdóttir

10.30 Kynning á TærIcelandic og Móu, Þuríður Guðmundsdóttir

11.00 - 16.00 Jurtir, verkun, tínsla, meðhöndlun og lífrænisvottun, Jón Hákon Bjarnason.

          Inn á milli verður farið út og jurtir skoaðaðar.

Þátttaka í námskeiðinu er á kostnað verkefnisins og því ókeypis fyrir þátttakendur.

Hádegismatur á staðnum fyrir þær sem vilja, á kostnað þátttakenda.

Skráning og upplýsingar í síma 862 6102 á skrifstofutíma, eða á netfang undirritaðrar bjarnheidur@byggdastofnun.is.   Þátttakendafjöldi á hverjum stað verður að hámarki 40 konur.


Jafnlaunavottun Learncove