27. ágúst 2004

Foreldrafræðslunámskeið

 Að alast upp aftur Ekkert okkar er fullkominn uppalandi og ekkert okkar hlaut fullkomið uppeldi.Námskeið þetta er byggt á fræðum og leiðsögn Jean Illsley Clarke foreldra- og kennsluþjálfara og samne

 Að alast upp aftur

Ekkert okkar er fullkominn uppalandi og ekkert okkar hlaut fullkomið uppeldi.
Námskeið þetta er byggt á fræðum og leiðsögn Jean Illsley Clarke foreldra- og kennsluþjálfara og samnefndri bók hennar og dr. Connie Dawson sem gefin var út í íslenskri þýðingu 2002 hjá ÓB ráðgjöf ehf.
Námskeiðið fjallar á hreinskilinn en nærfærinn hátt um nauðsyn þess að við nýtum okkur sterkar hliðar okkar og viðurkennum veikar hliðar okkar í uppeldishlutverkinu.
Námskeiðið hentar öllum sem koma að uppeldi barna, allt frá þeim sem eiga von á barni til foreldra unglinga en einnig kennurum, leikskólakennurum, dagmæðrum, heilbrigðisstarfsmönnum ofl.

Staðsetning: Þórsheimili
Tími: Kennt verður 1 x í viku 2 stundir í senn í samtals 12 kennslustundir Leiðbeinandi: Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Tímasetning ákveðin síðar en stefnt er á að byrja 14. september.
Verð: Verð er 15.000. Innifalin eru öll námsgögn, þ.m.t. bókin Að alast upp aftur. Verð fyrir pör, ef báðir foreldrar sækja námskeiðið, er kr. 10.000 á mann.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Visku, Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og fer skráning fram þar eða hjá þjónustuveri Ráðhússins í síma 488 2000. Einnig er hægt að skrá sig beint hjá leiðbeinanda (netfang gudrun@vestmannaeyjar.is sími 488 2000) sem ennfremur veitir nánari upplýsingar.


Jafnlaunavottun Learncove