18. maí 2005

Flugvélarbilun tafði og setti úr skorðum dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í Eyjum

Þrátt fyrir tafir og það að dagskráin var stytt, voru innlendir og erlendir gestir í hringfluginu yfir sig ánægðir með Eyjaferðina. Töfrar Eyjanna á þessu fallega síðdegi á hvítasunnudag "toppuðu" öll önnur listaverk, en hundrað manna hó

Þrátt fyrir tafir og það að dagskráin var stytt, voru innlendir og erlendir gestir í hringfluginu yfir sig ánægðir með Eyjaferðina. Töfrar Eyjanna á þessu fallega síðdegi á hvítasunnudag "toppuðu" öll önnur listaverk, en hundrað manna hópur innlendra og erlendra fyrimanna og blaðamanna komu með tveimur Fokker vélum Flugfélags Íslands til Eyja. Fólkið var fullt tilhlökkunar þegar það kom, en þá hafði það "stúderað" upplýsingabæklinginn um Eyjarnar í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. Við vorum þau einu sem höfðum þennan háttinn á og fékk undirritaður margar spurningar um Eyjarnar á leiðinni. Það var auðvitað mjög miður að hópurinn gæti ekki haldið áætlun, en vegna vélarbilunar sem varð á annari vélinni fyrr um daginn varð að stytta dagskrána hér í Eyjum, áhöfin var að springa á tíma (einsog það heitir á flugmáli) og því varð að fara fljótt yfir. Þetta riðlaði dagskránni hérna illilega, ætlunin var að listakonan átti að koma með fyrri vélinni og afhenda blaðið sem hún hafði unnið og var hennar framlag til Listahátíðarinnar svo og gátu menn ekki fylgst með seinni listviðburðinum sem var sjósetningin á rekaviðardrumbum listamannsins Lawrence Weiner.

Verst þótti okkur þó hvað upplýsingar um seinkanirnar bárust seint hingað, sem varð til þess að ekki var hægt að upplýsa heimamenn sem biðu út á hrauni um gang mála. Þrátt fyrir þessi leiðindi getum við verið ánægð með að hafa verið þáttakendur í þessu ævintýri, þó svo að listin hafi ekki skilað sér sem skyldi, þá fengum við þarna einstakt tækifæri til að sýna og kynna Eyjarnar fyrir mikilvægum hópi sem að öllu jöfnu er ekki svo auðvellt að ná til.. og tilganginum með þátttöku var náð.

Heimamenn stóðu við allt sitt og vel það og höfum við fengið þakkarbréf frá Listahátíð og fleirum um höfðinglegar móttökur og viðmót þrátt fyrir að hlaupin.

Fræðslu- og menningarsvið

Andrés Sigurvinsson og Kristín Jóhannsdóttir.


Jafnlaunavottun Learncove