19. maí 2005

Fjölskylduhelgin í Vestmannaeyjum komin til að vera.

Fjölskylduhelgin hafði það markmið að ná fjölskyldum saman til þátttöku, hreyfingar og samveru, til að styrkja dagleg tengsl fjölskyldunnar, traust, velferð og vellíðan innan hennar. Möguleikinn á því að vera virkur, virtur og viðurkenndur þátttak

Fjölskylduhelgin hafði það markmið að ná fjölskyldum saman til þátttöku, hreyfingar og samveru, til að styrkja dagleg tengsl fjölskyldunnar, traust, velferð og vellíðan innan hennar. Möguleikinn á því að vera virkur, virtur og viðurkenndur þátttakandi í félagslegum athöfnum byggir upp jákvæða sjálfsmynd og eykur hæfileikann til félagslegra samskipta hjá börnum og fullorðnum. Foreldrar og fjölskyldan gegna alla lífsleiðina mikilvægu hlutverki í lífi einstaklingsins, þar er uppspretta flestra þeirra lífsgilda sem við tökum með okkur út í lífið sem einstaklingar.

Rannsóknir sýna að líðan og velferð barna byggir ekki bara á fjölskyldugerðinni heldur einnig;
- aðbúnaði stjórnvalda í að skapa skilyrði fyrir heilbrigði og vellíðan með því að bæta ytri skilyrði fjölskyldna
- samverutíma foreldra og barna, bæði eðli hans og lengd, skiptir miklu um ánægju og aðlögun í fjölskyldu og samfélagi
- viðhorf foreldra til sjálfs síns og aðstæðna sinna auk stuðnings og tengsl barna við stórfjölskylduna og sitt næsta nágrenni.

Við viljum þakka þeim fjölmörgu félagasamtökum og einstaklingum, sem lögðu sitt af mörkum til að gera dagskrá fjölskyldudagsins sem veglegasta. Einnig viljum við þakka bæjarbúum fyrir frábæra þátttöku í viðburðum helgarinnar. Ekki er hægt að segja annað en að Vestmannaeyingar hafi með þátttöku sinni í fjölskylduhelginni undirstrikað í verki mikilvægi fjölskyldunnar og gildi hennar í daglegu lífi. Nú er bara að muna að skila stimpluðu vegabréfunum, í þar tilgerða kassa, á miðhæð Ráðhússins. Skilafrestur er til 27. maí nk.

F.h. starfsfólks félags - og fjölskyldusviðs og fræðslu - og menningarsviðs

Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri


Jafnlaunavottun Learncove