11. maí 2005

Fjölskylduhelgi dagana 14. 15. og 16. maí

Frá árinu 1995 hefur 15. maí verið tilnefndur alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. Af því tilefni verður helgin 14. til 16. maí öll tileinkuð fjölskyldunni og hefur starfsfólk Félags- og fjölskyldusviðs og Fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyj

Frá árinu 1995 hefur 15. maí verið tilnefndur alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. Af því tilefni verður helgin 14. til 16. maí öll tileinkuð fjölskyldunni og hefur starfsfólk Félags- og fjölskyldusviðs og Fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar undirbúið fjölbreytta dagskrá með góðri aðstoð frá Björgunarfélaginu, Skátafélaginu Faxa, Suðureyingum, Landakirkju og fleiri aðilum. Veitinga- og verslunareigendur munu einnig taka virkan þátt í helginni með ýmsum tilboðum tengdum fjölskyldunni.
Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Féló býður foreldra unglingana okkar sérstaklega velkomin föstudagskvöldið 13. maí til að kynna sér starfsemina.
Hvert heimili fær hér í hendur vegabréf og fyrir hvern dagskrárlið sem fjölskyldan tekur þátt í fær hún stimpil í vegabréfið.
Flugfélag Vestmannaeyja mun verðlauna eina fjölskyldu sem tekur þátt í leiknum með okkur með skemmtilegu útsýnisflugi en jafnframt verða tíu aukavinningar veittir.
Við viljum hvetja alla bæjarbúa til að leggja sérstaka rækt við fjölskyldu sína og vini um helgina og taka virkan þátt í dagskránni með okkur.
Með von um góða þátttöku og skemmtilega helgi.

DAGSKRÁ FJÖLSKYLDUHELGARINNAR

Fyrir hönd Vestmannaeyjarbæjar;

Félags- og fjölskyldusvið,

Fræðslu- og menningarsvið


Jafnlaunavottun Learncove