Fjölmenn páskaganga.
Fjöldi þátttakenda í páskagöngunni var góður, svipaður og í fyrra um 120 manns sem mættust við Sorpu, gengu á milli fellanna og niður í Páskahelli og síðan að krossinum að Eldfelli.
Ólafur H. Sigurjónsson, s
Fjöldi þátttakenda í páskagöngunni var góður, svipaður og í fyrra um 120 manns sem mættust við Sorpu, gengu á milli fellanna og niður í Páskahelli og síðan að krossinum að Eldfelli.
Ólafur H. Sigurjónsson, skólameistari flutti stutt en fróðlegt yfirliti um myndunarsögu eyjanna og að því loknu var haldið af stað að Páskahelli sem myndaðist eftir hraungosið á páskum 1973. Kristján Egilsson, safnvörður fór yfir söguna og síðan héldu menn niður í hellinn allflestir og skoðuðu hann. Þaðan var haldið að krossinum við Eldfell þar sem mönnum var Sigurgeir og Rut og fyrirtæki þeirra Eyjaferðir buðu upp á nýbakað rúgbrauð með svaladrykk frá heildverslun Karls Kristmannssonar.
Það var mátti heyra á mönnum að þeir voru mjög ánægðir með göngutúrinn og fróðleikinn. Þetta er í annað sinn sem páskagangan er farin og virðist augljóst að hún er komin til að vera. Á leið okkar að gígnum mættum við hóp ríðandi manna og kvenna þannig að margir voru að njóta útivistar og fegurð eyjanna okkar.
Þökkum öllum sem lögðu hönd á plóginn.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyja.