14. febrúar 2005

Fjárhagsleg staða sveitarfélaganna og fyrirhugað XIX. landsþing.

Fréttir frá Sambandi Íslenkra Sveitarfélaga. Fjárhagsleg staða sveitarfélaganna er umfjöllunarefni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í leiðara 1. tölublaðs 65. árgangs tímaritsins Sveitar

Fréttir frá Sambandi Íslenkra Sveitarfélaga.

Fjárhagsleg staða sveitarfélaganna er umfjöllunarefni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í leiðara 1. tölublaðs 65. árgangs tímaritsins Sveitarstjórnarmál sem nú er komið út. Í tímaritinu er m.a. fjallað um tímamót hjá Lánasjóði sveitarfélaga, bjartsýna íbúa Þingeyjarsveitar, fjölgun sparkvalla og um sameinaða Vestfirði.

Í lok leiðara tímaritsins segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson m.a.: "Til að efla sveitarstjórnarstigið, styrkja sjálfsforræði þess og færa til þess fleiri verkefni og til að sveitarstjórnir og sveitarstjórnarmenn geti rækt hlutverk sitt með eðlilegum hætti er nauðsynlegt að til staðar sé gott samstarf ríkis og sveitarfélaga, byggt á gagnkvæmu trausti. Á þetta skortir nú um stundir. Um leið er það skylda allra sveitarfélaga að stunda ábyrga fjármálastjórn og hagræða í rekstri eins og kostur er, er það jafnframt skylda ríkisins að bregðast þannig við víðtækum fjárhagsvanda sveitarfélaganna að ekki stefni í algjört óefni.?

Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári. Áskriftarsíminn er 461 3666.

XIX. landsþing sambandsins

XIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 18. mars nk. á Nordica hotel í Reykjavík.

Rétt til setu á landsþinginu eiga 174 fulltrúar allra sveitarfélaga á landinu, auk formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga og stjórnarmanna í sambandinu sem ekki eru kjörnir fulltrúar á landsþingið.

Af vef sambandsins


Jafnlaunavottun Learncove