Ferðamálaráð Íslands afhendir styrk til Pompei Norðursins
Ferðamálaráð komi til Eyja í byrjun vikunnar, skoðaði Pompei Norðursins og gekk formlega frá samningi um fimm miljón króna styrk til verkefnis. Með tilkomu þessa styrks var hægt að hefja verkefnið og nú er svo unnið að því að útvega frekara fjármagn.
Einar Kr. Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs lýsti ánægju ráðsins með að hafa komið að þessu verkefni, sem sé einstakt og eigi eftir að verða mikið aðdráttarafl fyrir Vestmannaeyjar sem ferðamannastað.
Fyrir hönd bæjarins þakkaði Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, ráðinu fyrir að hafa gert okkur kleift að hefja þetta stórfenglega verkefni.
Ferðamálaráð dvaldi svo í Eyjum í tvo daga, ráðið hélt hér vorfund sinn og fundaði einnnig með fulltrúum ferðaþjónustunnar á staðnum.
Kristín Jóhannsdóttir
Menningar- og markaðsfulltrúi