Félagsstarf í skólunum og Féló
Betri nýting á fjármagni, faglegra, fjölmennara og markvissara félags- og forvarnarstarf.
Nú hefur menningar- og tómstundaráð gert samning við grunnskólana um að félagsmiðstöðin Féló sjái að mestu um allt félagsstarf í skólunum. Verður þetta fyrirkomulag til reynslu fram á vor en þá mun það verða endurskoðað. Starfsmenn Féló hafa nú þegar hafið störf innan skólana og var í fyrsta skiptið opið hús í Hamarsskóla í gær ( 12. janúar ) á vegum Féló. Þá var fyrsta umferð í Ótta 2005 spiluð og mættu um 50 nemendur á þetta fyrsta kvöld. Fyrsta umferð í Barnaskólanum verður spiluðuð 26. janúar.
Samvinna á milli skóla og félagsmiðstöðvar mun hafa í för með sér:
- Betri nýtingu á fjármunum sveitarfélagsins.
- Faglegra og markvissara félagsstarf.
- Öflugra forvarnastarf.
- Meiri þátttöku í félagsstarfi.
Menningar- og tómstundaráð þakkar öllum sem komu að þessu máli, Ólöfu A. Elíasdóttur,íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, Jóhanni Guðmundssyni og Sigþóru Guðmundsdóttur frá Féló, Halldóru Magnúsdóttur og Hjálmfríði Sveinsdóttur skólastjórum grunnskólanna og öðrum er að málinu komu og fagnar að samningar skuli nú vera í höfn.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu-og menningar