Félagsmiðstöðin v/Strandveg auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum
Umsóknarfrestur er til og með 15. september
Helsta markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa og auka félags- og samskiptafærni barna og unglinga, veita þeim stuðning og tækifæri til að sinna áhugamálum sínum, ásamt því að sinna forvörnum.
Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára. Vinnutíminn er 3-6 tímar í senn á stuttum vöktum seinni hluta dags og/eða á kvöldin. Hentar vel fólki í skóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja starf í félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára
- Vera leiðbeinandi í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og unglinga
- Vaktaskipulag í samráði við forstöðumann
Hæfniskröfu
- Vera orðin 18 ára
- Hafa hreint sakavottorð
- Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hafa áhuga á að starfa með börnum og ungmennum
- Hafa velferð og þroska barna og unglinga að leiðarljósi
- Uppeldismenntun og reynsla af störfum á vettvangi tómstunda eða æskulýðsmála er kostur
____________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar veitir Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri Tómstunda- og æskulýðsmála: eyrunharalds@vestmannaeyjar.is
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda. Umsókn sendist merkt viðkomandi starfi sem sótt er um.
Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á verkefnastjóra. Slóðin á umsóknar hnappinn er: https://www.vestmannaeyjar.is/thatttaka/umsoknir/
Hvetjum alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.