Félags- og húsnæðismálaráðherra í heimsókn í Eyjum
í síðustu viku
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráherra kom í heimsókn til Vestmannaeyja þann 30. október sl. til að ræða uppbyggingu hjúkrunarheimilis og heimsækja helstu stofnanir sem heyra undir hennar málaflokk.
Bæjarráð tók á móti Ingu í ráðhúsinu og ræddi uppbyggingu hjúkrunarheimilis við sjúkrahúsið þar sem horft er til heildstæðrar þjónustu við eldri borgara, sem er bæði faglega- og fjárhagslega hagkvæmt.
Að loknum fundi fór bæjarstjóri með Ingu í heimsókn í Hamarsskóla þar sem hún kynnti sér verkefnið Kveikjum neistann. Þrátt fyrir að fræðslumál heyri ekki undir ráðuneyti hennar hefur hún sýnt verkefninu mikinn áhuga frá upphafi.
Auk Hamarsskóla var farið á Hraunbúðir, í Heimaey og Kjarnann. Þar fékk Inga tækifæri til að spjalla við fólkið ásamt því að kynna sér starfsemi og aðstöðu.
Koma Ingu vakti alls staðar mikla lukku enda með eindæmum hress og kát. Íbúi á Hraunbúðum átti 90 ára afmæli og fékk hann afmælissögn frá ráðherra áður en komið var við í dagdvölinni Bjarginu þar sem Inga gantaðist með hressum borgurum við iðju sína. Þá var ráðherra leystur út með kertagjöfum í Heimaey.
Að loknum heimsóknum var farið á skrifstofur fjölskyldu- og fræðslusviðs þar sem Silja Rós Guðjónsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu kynnti starfsemi félagsþjónustunnar og samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.











