Eyrún Haraldsdóttir ráðin sem verkefnastjóri í æskulýðs- og tómstundamálum
Ein umsókn barst um stöðu verkefnastjóra æskulýðs- og tómstundamála en það var frá Eyrúnu Haraldsdóttur.
Eyrún uppfyllir öll skilyrði umsóknar og er ráðin í starfið. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu á því sviði auk annarra menntunar og starfsreynslu sem nýtist vel í starfi. Eyrún mun hefja störf í ágúst.