4. júlí 2005

Eyjastemming í Skvísusundinu.

Velheppnaðri goslokahátíð lýkur í dag. Fjölmennt var og hin eina og sanna eyjastemming ríkti í gærkvöldi og fram undir morgun í Skvísusundinu í dásamlegu veðri, og þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem best í morgun mættu um 40 man

Velheppnaðri goslokahátíð lýkur í dag. Fjölmennt var og hin eina og sanna eyjastemming ríkti í gærkvöldi og fram undir morgun í Skvísusundinu í dásamlegu veðri, og þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem best í morgun mættu um 40 manns í göngumessuna, og þó nokkrir mættu og hlýddu á skemmtilega og fróðlega tölu Arnars Sigurmundssonar formanns bæjarráðs um þann helga stað, Skansinn, sögu hans og atburði tengdum honum.

Síðar í dag, kl. 15.30 verur siglt með Víking á haf út með flöskuskeyti barna, sem forstöðumaður Fiska- og náttúrugripasafnsins Kristján Egilsson hefur safnað saman. Að sögn Kristjáns skiluðu 36 af 40 skeytunum sem hent var í hafið á sl. goslokahátíð.

Söfnin eru opin í dag og minnum við á samsýninguna í Gamla Áhaldahúsinu á myndum listamanna tengdum Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjabær vill þakka öllum þeim sem komu beint og óbeit að undirbúningi og framkvæmd goslokanna kærlega fyrir, gestum og þátttakendum, tónlistarmönnunum, eigendum krónna sérstaklega og Agli Egilssyni og starfsmönnum þjónustumiðstöðvar sem eiga vega og vanda að uppsetningunni.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove