29. ágúst 2005

Evrópskur tungumáladagur 26. sept. 2005

Menntamálaráðuneytið hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að minnast Evrópsks tungumáladags 2005 hinn 26. september nk. og vekja þannig með einhverjum hætti athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og símenntunar í tungumálum. Að

Menntamálaráðuneytið hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að minnast Evrópsks tungumáladags 2005 hinn 26. september nk. og vekja þannig með einhverjum hætti athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og símenntunar í tungumálum. Að frumkvæði Evrópuráðsins hefur tungumáladagsins verið minnst með ýmsu móti í Evrópulöndum undanfarin ár, þ.m.t. á Íslandi. Hjálagt fylgir bæklingur með fjölmörgum hugmyndum að mögulegum verkefnum og aðgerðum á tungumáladeginum. Efni bæklingsins má einnig nálgast á vef ráðuneytisins. Slóðin er /raduneyti/althjodlegt-samstarf/nr/384 og menntagátt.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um tungumáladaginn. Jafnframt er bent á vef Evrópuráðsins vegna tungumáladagsins þar sem m.a. er unnt að skrá viðburði dagsins, senda rafrænt póstkort og taka þátt í spurningaleik. Slóðin er www.coe.int/edl

Markmið Evrópska tungumáladagsins eru einkum eftirfarandi:

  • Vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fjölbreytts tungumálanáms til að auka fjöltyngi og skilning á ólíkri menningu þjóða
  • Stuðla að því að viðhalda fjölbreytileika tungumála og menningar í Evrópu
  • Hvetja til símenntunar í tungumálanámi, bæði innan skólakerfisins og utan þess.

Í ráðuneytinu má nálgast íslenska útgáfu sérstaks veggspjalds frá Evrópuráðinu.

Dagskrá málþings sem menntamálaráðuneytið mun efna til í tilefni dagsins verður nánar auglýst síðar.

Þess er vænst að Evrópskur tungumáladagur 2005 hafi jákvæð áhrif á tungumálanám og tungumálakennslu og verði einstaklingum hvatning til símenntunar á því sviði.

Sjá frekari upplýsingar

Evrópskur tungumáladagur 2005


Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi.


Bæklingur með hugmyndum að verkefnum og aðgerðum - Tungumál opna dyr(pdf - 2638KB)

Evrópskur tungumáladagur var fyrst haldinn hátíðlegur á Evrópsku tungumálaári 2001 að frumkvæði Evrópuráðsins til að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms.


Veggspjald tungumáladagsins má nálgast í menntamálaráðuneytinu eða óska eftir að það sé sent í pósti. Einnig er hægt að fá sendan bækling með hugmyndum að verkefnum og aðgerðum.

Vefsíða Evrópska tungumáladagsins: www.coe.int/EDL

Dreifibréf 19.08.2005

Þemu og markmið Evrópska tungumáladagsins 2005
Skipuleggjendum er frjálst að leggja áherslu á hvaða þema eða markmið sem þeir vilja árið 2005.
Meginþemun eru þó í reynd fólgin í tilvist Evrópska tungumáladagsins og almennum markmiðum hans, það er:

  • Að gera almenningi ljóst hve tungumálanám er mikilvægt;
  • Að auka fjölbreytileika þeirra tungumála sem lögð er stund á (auka fjöltyngi);
  • Að vekja almenna athygli á tilveru og gildi allra þeirra tungumála sem töluð eru í Evrópu;
  • Að viðhalda og stuðla að hinni miklu tungumálafjölbreytni í Evrópu;
  • Að hvetja til símenntunar í tungumálum til að koma til móts við efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar breytingar í Evrópu, og sem lið í því styrkja sjálfsmynd einstaklingsins.

Evrópski tungumáladagurinn skipulagður
Hægt er að fagna Evrópska tungumáladeginum í skólum, á vinnustöðum eða á hvaða vettvangi sem er með dagskrá sem ungir jafnt sem aldnir taka þátt í. ÖLL tungumál koma til greina, jafnt þau sem við lærum á unga aldri sem og þau sem við höfum lagt stund á síðar, jafnt evrópsk mál sem önnur, og jafnt opinber sem svæðisbundin tungumál eða táknmál.

Evrópuráðið mun ekki gefa út neinar tilskipanir eða reglur: aðildarríkjum, svæðis- og sveitarstjórnum, frjálsum félagasamtökum, menntastofnunum og, að sjálfsögðu, almennum borgurum eru gefnar frjálsar hendur við skipulagningu dagskrár að eigin vild.

Evrópskir tengiliðir og upplýsingar:

Language Policy Division
DG IV - Council of Europe
F - 67075 Strasbourg Cedex
Tel +33 388 41 20 00 / 26 25
Fax +33 388 41 27 88 / 27 06
decs-lang@coe.int
www.coe.int/lang
European Centre for Modern Languages
Nikolaiplatz 4
A-8020 Graz
Tel +43 316 323554
Fax +43 316 323554-4
information@ecml.at
www.ecml.at

Tungumálin - auðlegð Evrópu

Tungumálin eru Evrópu mikil auðlegð: þar eru töluð hundruð tungumála - bæði evrópsk mál sem og tungumál þeirra íbúa sem eiga rætur að rekja til annarra heimsálfa. Evrópumálin eru yfir 200 talsins. Þetta er mikilvæg auðlind sem ber að viðurkenna, nota og meta að verðleikum.
Tungumálanám kemur öllum til góða, jafnt ungum sem öldnum; það er aldrei of seint að leggja stund á tungumálanám og njóta þeirra tækifæra sem slíkt býður upp á.
Með því að læra tungumál annarra þjóða eykst gagnkvæmur skilningur og við sigrumst á menningarmun sem skilur okkur að.
Aldrei hafa gefist eins mörg tækifæri til að starfa eða stunda nám í öðrum Evrópulöndum, en skortur á tungumálakunnáttu hindrar marga í að nýta sér þau.
Hnattvæðing og alþjóðlegur fyrirtækjarekstur gera í auknum mæli kröfur um tungumálakunnáttu sem er forsenda þess að vera góður starfskraftur í eigin heimalandi.

Tungumál opna dyr
Evrópska tungumálaárið 2001 var afar vel heppnað, milljónir manna í 45 löndum tóku virkan þátt í því að halda á lofti fjölbreytni tungumála og kostum þess að geta talað erlend tungumál.

Fólk á öllum aldri var hvatt til að leggja stund á tungumálanám eða meta að verðleikum tungumálakunnáttu sína.

Þeir sem standa að tungumálakennslu voru hvattir til að auðvelda fólki að læra fleiri tungumál og styðja ýmis konar nýbreytni í tengslum við nám og tungumálakennslu.

Hvernig get ég verið þátttakandi?

  • Látið upplýsingar berast
    Leggið ykkar að mörkum til að sem flestir viti af deginum með því að segja vinum og samstarfsfólki frá honum, kynna hann á vefsíðum, á fundum og í fjölmiðlum. Hægt er að fá góðar hugmyndir hér á vefsíðunni. Sjá texta bæklings hér að ofan. Reynslan af Evrópska tungumáladeginum síðustu ár sýnir að í sameiningu fáum við miklu meira áorkað en ein sér. Með þessum degi gefst tækifæri til að efla áfram það samstarf sem hófst á tungumálaárinu, hvort sem er á heimavelli, á landsvísu eða í alþjóðlegu starfi.
  • Skipuleggið viðburði
    Þeir sem tóku þátt í Evrópska tungumálaárinu skipulögðu fleiri þúsund skemmtilega viðburði á Evrópskum tungumáladegi, allt frá fyrirlestrum til dagskrárliða sem náðu til heilla bæjarfélaga eða borga. Ýmsar góðar hugmyndir sem nýta má hvarvetna og nánari upplýsingar um þennan dag er að finna á vefsíðu Evrópuráðsins: www.coe.int/EDL

Evrópskur tungumáladagur: algengar spurningar:

Hvernig er hægt að stunda "símenntun í tungumálum"?

Símenntun í tungumálum er fólgin í tungumálanámi hvenær sem er á lífsleiðinni, jafnt utan sem innan skólakerfisins. Ávallt má auka færni sína eða leggja stund á nýtt tungumálanám.

Hvernig getum við haldið upp á Evrópskan tungumáladag?

Hægt er að halda upp á tungumáladaginn í skólum, á vinnustöðum eða hvar sem er með dagskrá sem ungir sem aldnir taka þátt í - ÖLL tungumál koma til greina, jafnt þau sem við lærum á unga aldri og þau sem við höfum lagt stund á síðar. Sjá bækling sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út. Texti hans er aðgengilegur hér ofar á síðunni.

Hver skipuleggur Evrópska tungumáladaginn?

Hvatt hefur verið til þess að deginum verði fagnað sem víðast og á sem fjölbreyttastan hátt. Engin skipulögð tilmæli eru fyrir hendi á alþjóðavísu, en þó eru tengiliðir í flestum löndum. Upplýsingar um tengiliði er að finna á vefsíðunni.

Verður sérstakt merki tileinkað deginum?

Merki dagsins verður hið sama og notað var á Evrópsku tungumálaári 2001. Hægt er að nálgast það á vefsíðunni eða á neðangreindu heimilisfangi. Skipuleggjendur dagskrárliða mega bæði nota myndina eina sér eða með orðunum "Evrópskur tungumáladagur", eftir því sem þeir vilja, að því gefnu að markmiðið sé í samræmi við tilefni dagsins.

Hvaða aðstoð er í boði?

Á vefsíðu Evrópuráðsins er boðið upp á dæmi, tillögur og gagnagrunn þar sem hægt er að skrá dagskrárliði. Búið hefur verið til veggspjald í rafrænu formi sem yfirvöld og hugsanlegir samstarfsaðilar geta fengið og sniðið eftir þörfum að svæði sínu eða landi. Mismunandi aðstoð er veitt í hverju landi fyrir sig, eftir efnum og ástæðum. Menntamálaráðuneytið hefur í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gefið út bækling sem sendur hefur verið öllum skólum og ýmsum hagsmunaaðilum. Einnig má í ráðuneytinu nálgast íslenska útgáfu veggspjalds Evrópuráðsins.

Vefsíða Evrópuráðsins vegna Evrópska tungumáladagsins: www.coe.int/EDL Upplýsingar:

Language Policy Division

DG IV - Council of Europe

F - 67075 Strasbourg Cedex

Tel +33 388 41 20 00 / 26 25

Fax +33 388 41 27 88 / 27 06

decs-lang@coe.int

www.coe.int/lang

European Centre for Modern Languages (Tungumálamiðstöðin í Graz)

Nikolaiplatz 4

A-8020 Graz

Tel +43 316 323554

Fax +43 316 323554-4

information@ecml.at

www.ecml.at

Nánari upplýsingar um Evrópskan tungumáladag á Íslandi 2005 veita María Gunnlaugsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir og Guðni Olgeirsson í menntamálaráðuneytinu.

Gagnlegar vefsíður sem gætu nýst við framkvæmd tungumáladagsins
(Unnið af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum)

Association for Language Learning (samtök breskra tungumálakennara)
http://www.languagelearn.co.uk/edl.htm

BBC- Örkennsla fyrir ferðamenn á ýmsum tungumálum
http://www.bbc.co.uk/languages/other/quickfix/

BBC-tungumálakennsla og upplýsingar
http://www.bbc.co.uk/languages/

BBC- frönskupróf
http://www.bbc.co.uk/languages/french/gauge/

BBC- þýskupróf
http://www.bbc.co.uk/languages/german/gauge/

BBC-ítölskupróf
http://www.bbc.co.uk/languages/german/gauge/

BBC- spænskupróf
http://www.bbc.co.uk/languages/spanish/gauge/

Evrópuráðið- upplýsingar um Evrópska tungumálaárið
http://www.coe.int/DefaultEN.asp

Centre for Information on Language Teaching and Research (CILT)
http://www.cilt.org.uk

síða CILT um Evrópska tungumáladaginn
http://www.cilt.org.uk/edl/thingstodo.htm

Tungumálamiðstöðin í Graz
http://www.ecml.at

Hvaða tungumál talar fræga fólkið?
http://www.cilt.org.uk/edl/linguists.htm

Goethe Institut- Dagur í Þýskalandi
http://www.goethe.de/z/50/alltag/deindex.htm

Euroquiz
http://www.languagelearn.co.uk/euroquiz.htm

Bresk tungumálasíða fyrir ungt fólk
http://www.allo-languages.org.uk

Association for Language Learning - Spænskupróf
http://www.all-languages.org.uk/publications_resources_classroom_spanish_readingks4.asp

Alþjóðlegt vinanet fyrir börn og unglinga
http://www.kidlink.dk/

Þýskuæfingar á netinu
http://webgerman.com/german/forms/webforms.htm

Frönskunám á netinu
http://www.frenchlesson.org/index.htm

Litirnir á ýmsum tungumálum (fyrir yngstu börnin)
http://fr.coloriage.com/

Af vef mrn

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove