1. maí 2025

Eló bæjarlistamaður 2025

Tilkynnt var um bæjarlistamann Vestmannaeyja í Eldheimum í dag. 

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög.

Eló - Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í tónlistarskólanum og var í skólalúðrasveitinni.

Elísabet hefur komið víða við til að sækja sér innblástur í tónlistinni, fór meðal annars í skóla í Sydney í Ástralíu þar sem áhugi hennar á lagasmíði og pródúseringu fæddist. Þaðan fór hún svo til Reykjavíkur og stundaði söngnám í tónlistarskóla FÍH.

Vorið 2024 steig Elísabet, Eló, hressilega út fyrir þægindarammann og tók þátt í Músíktilraunum þar sem hún hlaut annað sæti, ásamt því að hljóta verðlaun frá félagi tónskálda og textahöfunda fyrir framúrskarandi lagasmíði. Síðan þá hefur Eló spilað fyrir fjölda manns á stórum og litlum tónleikum á ýmsum sviðum, á Hljómey, á stóra sviðinu á Þjóðhátíð, í Háskólabíó þar sem hún hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta, á Airwaves, í Hörpu á eyjatónleikum í Eldborg og í Upprásinni í Kaldalóni, í Færeyjum, og á árshátíðum, í veislum, jólatónleikum og við ýmis önnur tilefni.

Elísabet hefur ásamt stærri hópi haldið úti jólatónleika í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum, Jólahvísl, sem hefur verið ómissandi hluti af aðventu Eyjamanna frá árinu 2016.

Eló hefur gefið út þrjú lög sem er hægt að hlusta á á öllum streymisveitum. Hún er núna að vinna í breiðskífu sem hún hlakkar mikið til að deila með hlustendum sínum.

Hún er vel að þessu komin þessi frábæra tónlistarkona.
Til hamingju kæra Elísabet 

  • F2177472-836c-4da0-a0c5-19ae971c2b15
  • 4334f640-25d9-4a79-860e-0fef9c2764cc
  • Ef32fb38-c5ad-4d8a-8aec-d1b71bfa9102
  • 8ccbf24b-983f-4bfb-b2d5-2d8c176704cd
  • Cad385ab-473b-4576-84d9-80d67f1ba118
  • Baf02a83-35bc-4bc5-b44a-10c4a847cf85
  • 1fbb3979-4fdb-44aa-b7ff-a56409e3830f-1-

 


Jafnlaunavottun Learncove